Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

5. fundur 24. október 2002 kl. 18:00 - 20:20

5. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, þriðjudaginn 24.október 2002, og hófst hann kl. 18:00.

                                                                                                           

 

Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður,
 Katrín Rós Baldursdóttir,
 Hallveig Skúladóttir,
 Lárus Ársælsson (varamaður),
 Eydís Líndal Finnbogadóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Sturlaugur Sturlaugsson.
Sviðsstjóri Tóm-
stunda og forvarnasviðs:   Aðalsteinn Hjartarson (ritaði fundargerð)

                                                                                                            

 

Fyrir tekið:

1. Kynning nýs sviðsstjóra Tómstunda og forvarnasviðs.

 

2. Fundaráætlun fram til áramóta:


Samþykkt að næstu fundir verði:
05. nóvember 2002.
19. nóvember 2002.
05. desember 2002.

 

3. Umsókn um styrk.
3.1  Umsókn frá Sigurkarli Gústavssyni dags.18.09.2002 um styrk vegna ferðakostnaðar vegna æfinga, og endurgjaldslausan aðgang að íþróttamannvirkum bæjarins í samræmi við aðra afreksmenn í íþróttum.
Nefndin getur ekki orðið við erindinu um ferðastyrk með vísan til gildandi reglna þar um, en samþykkir að Sigurkarl fái sambærilegan aðgang að mannvirkjum bæjarins og aðrir íþróttamenn sem stunda íþróttir hjá aðildarfélögum ÍA.


3.2 Úthlutun afreksmannastyrks.
Tómstunda- og forvarnarnefnd mælist til við bæjarráð að úthlutað verði afreksmannastyrk á árinu 2002 í samræmi við reglur þar um. 

   
4. Reglur um úthlutun styrkja til íþrótta og æskulýðsfélaga á Akranesi.
Ræddar voru hugmyndir að reglum sem nefndin vinnur að og m.a. skoðaðar  úthlutunarreglur frá Hafnafirði og Reykjanesbæ.


4.1    Úthlutun styrks fyrir árið 2002.  Gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 að veita 2.000.000 kr. styrk til íþrótta- og æskulýðsmála.
Samþykkt að styrkurinn verður reiknaður að helminga samkvæmt hlutfalli af heildarkostnaði félaga og að helmingi samkvæmt fjölda iðkenda undir 15 ára aldri.  Sviðsstjóri annast útreikninga sem lagðir verða fyrir á næsta fundi.


4.2   Almennar úthlutunarreglur styrkja
Samþykkt að starfshópur vinni að undirbúningi reglna og úthlutun og  skili niðurstöðu fyrir næsta fund nefndarinnar.  Starfshópinn skipi formaður, sviðsstjóri og einn nefndarmaður, Eydís Finnbogadóttir.  

 

5. Önnur mál.
Sviðsstjóra falið að kanna möguleika á að fá þjálfaranámskeið ÍSÍ til Akraness.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00