Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

10. fundur 19. desember 2011 kl. 17:30 - 19:00

Fundinn sátu
Kristján Sveinsson formaður
Kjartan Kjartansson
Guðrún M.Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1) Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir Guðbjörgu Þorbjarnardóttur, Vallarbraut 11, 300 Akranes

2) Bréf Velferðarráðuneytisins, dags. 6.desember
Þar segir: „Í ljósi fækkunar á öldrunarúrræðum í Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi þá hefur velferðarráðuneytið ákveðið að fjölga um 2 hjúkrunarrými á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi frá 1.janúar 2012.“
Stjórn Höfða fagnar þessari ákvörðun.

3) Samþykkt bæjarstjórnar Akraness varðandi fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2012
Stjórn Höfða hefur yfirfarið fyrirliggjandi drög að rekstraráætlun fyrir árið 2012 og að þeirri athugun lokinni telur stjórnin að ekki sé svigrúm til að lækka útgjöldin nema til komi skerðing á þeirri þjónustu sem heimilið veitir, en um 80% af útgjöldum þess eru laun og launatengd gjöld. Stjórn Höfða sér sér ekki fært að fara þá leið að skerða þjónustuna. Jafnframt er vakin athygli á því að Höfði hefur orðið fyrir tekjutapi vegna fækkunar rýma, en reiknað er með að þessi rými verði aftur tekin í notkun á árinu 2012. Nú liggur fyrir að hluti þessarar leiðréttingar verður í ársbyrjun 2012 og bætir það afkomuna um 8 millj.kr. frá fyrirliggjandi drögum.  Í fyrirliggjandi rekstraráætlun er gert ráð fyrir að ríkissjóður yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Höfða og því er engin lífeyrisskuldbinding færð í áætlunina. Gangi þessi forsenda ekki eftir má áætla að útgjöld Höfða verði um 35-40 millj.kr. hærri en áætlun gerir ráð fyrir. Vakin er athygli á að rekstrarhalli samkvæmt áætlun nemur svipaðri fjárhæð og áætlaðar afskriftir og kemur því ekki til þess að greiða þurfi veltufé til rekstrar. Til að mæta óvæntum útgjöldum hefur heimilið byggt upp varasjóð.

4) Fjárhagsáætlun 2012
Lögð fram og samþykkt

5) Samræmd rafræn sjúkraskráning
Helga kynnti stöðu málsins. Stjórnin fól henni að vinna áfram að málinu

6) Brunaviðvörunarkerfi
Samþykkt að koma upp nýju brunaviðvörunarkerfi í allt húsið. Áætlaður kostnaður 10 millj.kr.

7) Önnur mál
Helga kynnti Time Care vaktaskýrslukerfi.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00