Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir 2 einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 22.10.2025:
Hjúkrunarrými: 57 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 53 einstaklingur.
2. Rekstraryfirlit janúar til september 2025
Framkvæmdastjóri fór yfir framlagt rekstraryfirlit fyrir fyrstu níu mánuði ársins.
3. Fjárhagsáætlun 2026, fyrri umræða
Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 1.772,2 m.kr., en gerð er sú breyting á framsetningu áætlunar að framlag eignaraðila vegna langtímalána er nú fært undir „Aðrir liðir“ en ekki undir „Rekstrartekjur“ eins og í fjárhagsáætlun 2025. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifa nemi 1.834.7 m.kr. Afskriftir nema 30,5 m.kr. og fjármagnsliðir nema nettó 3,8 m.kr. Tap af rekstri nemur 56 m.kr. Handbært fé til rekstrar nemur 9,8 m.kr. og fjármögnunarhreyfingar nema nettó 41,8 m.kr. Lækkun á handbæru fé nemur 51,5 m.kr. og handbært fé í árslok er áætlað að verði 115 m.kr.
Fjárhagsáætlun 2026 lögð fram til fyrri umræðu ásamt greinargerð framkvæmdastjóra.
4. Fjárhagsáætlun 2027-2029, fyrri umræða
Lögð fram til fyrri umræðu.
5. Gjaldskrá Höfða
Stjórn Höfða samþykkir framlagða gjaldskrártillögu framkvæmdastjóra vegna útselds fæðis á árinu 2026 og að ný gjaldskrá taki gildi frá og með 1. janúar 2026:
1. Heimsendingar á matarbökkum: 1.593 kr. pr. máltíð (var 1.530 kr.)
2. Dalbraut 4 (eldra fólk) og kostgangarar: 1.593 kr. pr. máltíð (var 1.530 kr.)
3. Starfsfólk Akraneskaupstaðar á Dalbraut 4: 2.188 kr. pr. máltíð (var 2.102 kr.).
6. Viljayfirlýsing stjórnar Höfða vegna Gott að eldast verkefnisins
Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis lýsir yfir jákvæðni gagnvart því að Höfði verði miðstöð samþættrar þjónustu við eldra fólk á Akranesi, í samræmi við markmið verkefnisins „Gott að eldast“.
Stjórnin telur að Höfði sé í einstakri stöðu til að leiða slíka þjónustu, með aðstöðu, þekkingu og reynslu til að samhæfa:
1. Heimahjúkrun, sem fjármögnuð er af ríkinu,
2. Stuðningsþjónustu heima fyrir eldra fólk, sem fjármögnuð er af Akraneskaupstað,
3. Dagdvöl og félagslega virkni, í samvinnu við önnur þjónustustig og stofnanir.
Stjórnin leggur áherslu á að forsenda fyrir rekstri slíkrar miðstöðvar er að hún verði sjálfbær og byggi á tryggum tekjustofnum frá opinberum aðilum. Höfði er reiðubúinn að vinna með Akraneskaupstað og Heilbrigðisstofnun Vesturlands að mótun slíks fyrirkomulags.
Stjórnin felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að þessu verkefni og lýsir yfir vilja til að Höfði verði kjarninn í samþættri þjónustu við eldra fólk á Akranesi.
7. Starfsmannamál
a. Beiðni frá hjúkrunardeildarstjórum.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
b. Staða á ráðningarmálum.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu á ráðningarmálum sem eru í gangi.
8. Önnur mál
a) Bréf frá aðstandendum íbúa á Höfða.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
b) Lagt er til að næsti stjórnarfundur verði 17. nóvember 2025 kl. 16:30.
Samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:14.





