Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

97. fundur 27. maí 2019 kl. 16:30 - 17:50 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Fundinn sátu:
Elsa Lára Arnardóttir formaður
Kristjana Helga Ólafsdóttir varaformaður
Helgi Pétur Ottesen
Björn Guðmundsson
Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna
Þura B. Hreinsdóttir starfandi hjúkrunarforstjóri
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
 
Fyrir var tekið:
 
1) Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir þrjá einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
 
2) Viðburðaryfirlit
Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir maí 2019.
 
3) Rekstraryfirlit 1. janúar til 31. mars 2019
Lagt fram.
 
4) Bréf heilbrigðisráðuneytisins dags. 8. maí 2019
Tilkynning um framlengingu rekstrarheimilda fjögurra tímabundinna hjúkrunarrýma á Höfða til 1. apríl 2020.  Rýmin eru sérstaklega ætluð einstaklingum sem eru með færni- og heilsumat og bíða á Landspítalanum eftir varanlegri dvöl í hjúkrunarrými.
Jafnframt kemur fram í bréfi ráðuneytisins að það getur ekki orðið við beiðni Höfða um að gera fjögur hjúkrunarrými að varanlegum rýmum þar sem ekki er gert ráð fyrir fjölgun hjúkrunarrýma í  heilbrigðisumdæmi Vesturlands í núgildandi framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem nær fram til ársins 2023, vegna góðrar stöðu umdæmisins m.t.t. fjölda hjúkrunarrýma , miðað við önnur heilbrigðisumdæmi.
Stjórn Höfða lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun heilbrigðisráðherra um að synja heimilinu um fjölgun varanlegra hjúkrunarrýma þrátt fyrir mikla þörf sem lýsir sér í löngum biðlistum.
 
5) Minnisblað og umsögn SFV til fjárlaganefndar Alþingis
Lögð fram.
 
6) Starfsmannamál
Trúnaðarmál, sjá trúnaðarbók.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00