Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

50. fundur 13. apríl 2015 kl. 16:30 - 18:30 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

 

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir varaformaður, Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri.

Fyrir var tekið:  

1) Ársreikningur 2014  

Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir ársreikninginn ásamt framkvæmdastjóra.  Stjórn og framkvæmdastjóri Höfða staðfesta ársreikninginn með undirskrift sinni.

2) Vistunarmál  

Samþykkt vistun; Ragnar Gunnarsson, Sigurður Ólafsson og Ásta Guðjónsdóttir.

3) Viðburðaryfirlit  

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 4. mars til 12. apríl 2015.

4) Starfsmannamál  

a) Bréf Hauks Ingibjargarsonar þar sem hann sækir um launalaust leyfi í eitt ár frá og með 18.maí 2015.  Samþykkt.  

b) Bréf frá stjórnendum hjúkrunar á Höfða dags. 9.4.2015.  Lagt fram.

5) Önnur mál  

Helga Atladóttir sagði frá námsferð á hjúkrunarheimili í Danmörku.

Fleira ekki gert.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00