Fara í efni  

Stjórn Byggðasafnsins að Görðum (2013-2014)

3. fundur 19. september 2013 kl. 17:00 - 18:20 Stúkuhúsinu að Görðum
Nefndarmenn
  • Hjördís Garðarsdóttir formaður
  • Valdimar Þorvaldsson aðalmaður
  • Björn Guðmundsson varaformaður
  • Þorgeir Jósefsson ritari
  • Ása Helgadóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
  • Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum
Fundargerð ritaði: Þorgeir Jósefsson ritari stjórnar Byggðasafnsins að Görðum
Dagskrá

1.Byggðasafnið - Starfsmannamál.

1307025

Lagt fram álit Steinars D. Adolfssonar framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, ódagsett.

Formanni og forstöðumanni falið að senda bæjarráði erindi um endurskoðun stöðugildisins, gerð nýrrar starfslýsingar og í framhaldi verði staðan auglýst.

2.Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum.

810089

Lögð fram endanlega útfærsla á nýrri skipulagsskrá.

Safnaráð vildi gera eina breytingu á útgáfunni sem áður hafði verið fjallað um. Breytingin er að bætt er við í núverandi útgáfu fyrstu setningunni í grein 13.3.
Forstöðumanni falið að ganga endanlega frá skipulagsskránni með þessari breytingu Safnaráðs og senda hana síðan sveitastjórnum eignaraðila til samþykktar.

3.Byggðasafnið - Seglskútan Elding EL 2003:

1308034

Lagt fram bréf Jóns Hauks Haukssonar lögmanns, dagsett 18. september 2013.

4.Byggðasafnið - fjárhagsáætlun 2014

1309129

Forstöðumaður lagði fram "Minnisblað um tímaramma", dagsett 27.ágúst 2013.


Forstöðumaður fór yfir stöðuna á vinnu Byggðasafnsins við gerð fjárhagsáætlunarinnar.
Stjórnin felur formanni og forstöðumanni að skrifa bæjarráði bréf og fara fram á nauðsynlegar breytingar á fjárhagsáætlun Byggðasafnsins vegna ársins 2013 og vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

5.Garðaholt 3 - eldsmiðja við Byggðasafnið að Görðum

1207066

Svarbréf bæjarráðs dags. 16. september 2013, vegna umsóknar um niðurfellingu gatnagerðargjalda á byggingu Eldsmiðju við Byggðasafnið að Görðum.

Lagt fram bréf bæjarstjóra, dagsett 16.september 2013, þar sem tilkynnt er að bæjarráð hafi samþykkt að leggja Byggðasafninu til krónur 816.000,- vegna byggingu eldsmiðjunnar.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00