Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

29. fundur 13. desember 2003 kl. 17:30 - 19:00

Ár 2003, laugardaginn 13. desember kl. 17:30 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.


Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Hallfreður Vilhjálmsson,
 Ása Helgadóttir,
 Jóna Adolfsdóttir,
 Marteinn Njálsson.

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn.


Áður en fundurinn hófst fór stjórnin um safnasvæðið og skoðaði húsin sem tilheyra safninu.

 

Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Á fundinn komu Magnús Guðmundsson, formaður skipulags- og umhverfisnefndar og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi.  Fóru þau rækilega yfir hugmyndir um skipulag á kirkjugarði og byggðasafni.
Munu þau senda nefndinni gögn um þessar hugmyndir og verður málið tekið fyrir síðar.

 

2. Jón Allansson gerði grein fyrir framlögum til safnins á fjárlögum fyrir árið 2004.

 

 

A. Útisvæðið                   kr.   1.500.000.-
B. Sigurfari                     kr.   3.500.000.-
C. Viðgerð á Sæljóni        kr.  1.500.000.-
D. Íþróttasafn                  kr.  1.500.000.-
E. Stúkuhúsið                  kr.   4.000.000.-
                                      kr. 12.000.000.-


  Fleira ekki gert, fundi slitið.

  Jósef H. Þorgeirsson (sign)
  Ása Helgadóttir (sign)
  Jóna Adolfsdóttir (sign)
  Marteinn Njálsson (sign)
  Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
  Sveinn Kristinsson (sign)
  Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00