Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

9. fundur 22. nóvember 2000 kl. 20:30 - 22:00
Ár 2000, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 20:30 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar.

Þessir komu til fundarins: Valdimar Þorvaldsson, Jósef H. Þorgeirsson, Gísli S. Sigurðsson, Rögnvaldur Einarsson, Jón Þór Guðmundsson, Steinunn Björnsdóttir, Sigurður Valgeirsson og Jón Valgarðsson.
Auk þeirra sat Jón Valgarðsson, forstöðumaður fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2001.

Jón Allansson gerði grein fyrir endurskoðuðum drögum að fjárhagsáætlun fyrir 2001.

Stjórninni virðist ljóst að framlög eigenda verði að hækka miðað við þessi drög sem fyrir liggja ef endar eiga að ná saman í rekstri safnsins sem er eðlilegt takmark.

2. Stjórn safnsins samþykkir að beina þeim eindregnu tilmælum til Akraneskaupstaðar að fasteignagjöld af húseignum sem safnið á verði felld niður.

3. Undirrituð voru lánsskjöl varðand lántöku í Landsbanka Íslands vegna nýbyggingar safnhúss að fjárhæð kr. 40.000.000.-

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Steinunn Á. Björnsdóttir (sign)
Sigurður Valgeirsson (sign)
Jón Valgarðsson (sign)
Jón Þór Guðmundsson (sign)
Gísli S. Sigurðsson (sign)
Valdimar Þorvaldsson (sign)
Jón Allansson (sign)


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00