Fara í efni  

Starfshópur um Breið (2014-2015)

3. fundur 26. nóvember 2014 kl. 16:00 - 17:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vignir Albertsson fullltrúi Faxaflóahafna
  • Guðmundur Þór Valsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Einar Brandsson formaður
Starfsmenn
  • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Starfshópur um Breið

1409230

1. Landfylling bak við aðalhafnargarðinn á Akranesi. Farið yfir fundargerð Faxaflóahafna frá 14. nóvemeber s.l. um þær hugmyndir sem þar eru uppi varðandi ofangreinda fyllingu. Samþykkt að boða á næsta fund starfshóps Gísla Gíslason hafnarstjóra Faxaflóahafna til að fara betur yfir málið. 2. Deiliskipulagsbreytingar HB-Granda á Breiðarsvæði Í gangi er vinna á vegum HB-Granda varðandi deiliskipulagsbreytingar vegna húsnæðis Laugafisks á Breiðargötu 8b. Starfshópur telur mikilvægt að kynning á þeim áformum sem þar koma fram og þeirri skipulagsvinnu sem starfshópur hefur með höndum á Breiðarsvæðinu fái sameiginlega kynningu á fundi með íbúum. 3. Drög að landnotkun á Breiðarsvæði Hildi Bjarnadóttur falið að koma með drög að hugmyndum um landnotkun á Breiðarsvæðinu þ.e. skiptingu athafnasvæðis og íbúðasvæðis.

Fundi slitið - kl. 17:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00