Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

76. fundur 21. maí 2008 kl. 18:00 - 19:50

76. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsalnum miðvikudaginn 21. maí  2008 kl. 18:00.

 


Mætt á fundi:            Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður

                                 Sveinn Kristinsson,

                                 Þórður Guðjónsson

 Áheyrnarfulltrúar:

Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra

Ásta Huld Jónsdóttir, fulltrúi leikskólastarfsfólks

Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Hjördís Grímarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna                             

                               

Fundinn sat einnig Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri og Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.

 


Formaður bauð Þórð Guðjónsson velkominn en hann er nýr fulltrúi í skólanefnd.

 1.  Málefni leikskólanna. Á fundinn mættu leikskólastjórar og gerðu þeir grein fyrir vetrarstarfi leikskólanna. Í máli  Ingunnar Ríkharðsdóttur kom fram að 104 börn voru í Garðaseli í vetur einungis eitt barn mætti í leikskóla eftir hádegi. Segja má að leikskólinn sé einsetinn. Starfmenn voru 24 þar af 16 leikskólakennarar. Hún sagði einnig frá samstarfi grunn- og leikskóla, leiðbeinendanámskeiði vegna námskeiðsins ?Uppeldi sem virkar? En starfsmenn allra leikskólanna sækja námskeiðið og geta leikskólarnir nú  boðið foreldrum foreldranámskeið á eigin vegum. Ingunn upplýsti að fyrirliggur  hönnun á lóð Garðasels og verður leikskólanum lokað í 5 vikur í sumar. Einnig kynnti Ingunn vinnu við árganganámskrá sem hlaut styrk frá Akraneskaupstað.

Anney Ágústsdóttir sagði frá því að nú væru 37 börn í Skátaseli en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt í vetur. Tveir leikskólakennarar eru við störf auk annarra starfsmanna. Starfið í vetur hefur mótast af umhverfinu sem leikskólinn býður upp á. Skólinn hefur tekið þátt í Brúum bilið og foreldraráðið hefur verið öflugt. Fyrirhugað er að hefja starfið í Akraseli í byrjun ágúst. Í dag gekk leikskólastjóri frá ráðningu aðstoðarleikskólastjóra og verður Margrét Þóra Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Akrasels. Nú er verið að velja innréttingar og annan búnað í leikskólann. Áherslur í starfinu verða á umhverfismennt og hugrækt m.a. joga. Byrjað verður með fjórar deildir og verður salurinn nýttur fyrir deild fram að áramótum. Búið er að innrita 87 börn í Akrasel. Vel lítur út með starfsmannahald í Akraseli.

Björg Jónsdóttir sagði frá því að starfsmenn hefðu verið 37 í vetur og fjöldi barna í Vallarseli alls 148. Þróunarverkefnið ?Heimspeki og tónlist? hefur verið mjög lifandi í vetur en styrkur fékkst kr. 900.000 frá Þróunarsjóði grunnskóla. Námsefni í lífsleikni ?Stig af stigi? fellur vel að þróunarverkefninu. Einnig kom fram að Vallarsel verður 30 ára á næsta ári. Björg fagnar komu iðjuþjálfa og talmeinafræðings að ráðgjöf við leikskólana. Við leikskólann er laus ein staða um þessar mundir.

Guðbjörg Gunnarsdóttir gerði grein fyrir því að starfsmenn hafa verið 18 í vetur og fjöldi barna 75 í Teigaseli. Skólinn verður 10 ára í haust, 6. september. Afmælisundirbúningur er hafinn m.a. búið að ráðgera leiksýningu. Guðbjörg fór yfir stærstu viðburði skólaársins. Teigasel er ennþá þátttakandi í rannsókn á talnaskilningi leikskólabarna. Guðbjörg gerði m.a. að umtalsefni kosning öryggistrúnaðarmanns fyrir Akraneskaupstað og skipulagsdaga leik- og grunnskóla. Búið er að ákveða námskeið fyrir starfsmenn 20. ágúst.  

Innritun. Svala Hreinsdóttirupplýsti að 120 börn verða innrituð í leikskólana í haust. Í Akrasel verða innrituð 52 börn, 6 í Garðasel, 25 í Teigasel og 28 í Vallarsel. Þá er hafa allar umsóknir barna fæddra 2006 og fyrr verið afgreiddar, hluti af þeim börnum sem hafa fengið leikskóladvöl eru ekki flutt til Akraness en foreldrar gert viðvart um fyrirhugaðan flutning til Akraness í sumar eða haust. Laus pláss eru 9.  Leikskólabörn verða því tæplega 390 í haust. Í janúar er áætlað að allt húsnæði Akrasels verði tilbúið til notkunar og þá bætast við tvær deildir deildir.

2. Önnur mál.

Bréf frá leikskólastjóranum í Garðaseli þar sem óskað er eftir heimild til að færa skipulagsdag  til 10. október n.k. vegna fyrirhugaðs námskeiðs heilsuleikskóla. Skólanefnd samþykkir þessa breytingu fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl.  19:50

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00