Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

63. fundur 30. ágúst 2006 kl. 17:00 - 19:00

63. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Brekkubæjarskóla miðvikudaginn 30. ágúst 2006 kl.17:00.


 

Mætt á fundi:              Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður

                                 Gunnar Freyr Hafsteinsson

                                 Ingibjörg Valdimarsdóttir, varamaður

                                 Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir

 

Áheyrnarfulltrúar  grunnskóla:

Sesselja G. Guðjónsdóttir, fulltrúi kennara

Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi kennara

Sigríður Ellen Blummenstein, fulltrúi foreldra

                                

Fundinn sat einnig Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.


 

1. Vetrarstarf grunnkólanna. Undir þessum lið mættu grunnskólastjórar og gerðu grein fyrir helstu áherslum í starfi skólanna á komandi skólaári.

    Arnbjörg skólastjóri dreifði gögnum til skólanefndar um helstu þætti starfsins. Hún nefndi að kennsla í náttúrufræði í 10. bekk mun fara fram í FVA og kennarar framhaldsskólans munu sjá um kennsluna. Nemendum mun gefast tækifæri til að ljúka náttúrufræðieiningum. Áfram verður haldið í því að þróa listgreinakennslu á sömu nótum og gert var sl. vetur. Dans verður kenndur í 1. ? 7. bekk. Meiri áhersla verður á faggreinakennslu á unglingastigi en verið hefur. Kennarar í 1.-7. bekk auk sérgreinakennara sóttu námskeið í söguaðferðinni. Áfram verður haldið í að þróa útikennslu í náttúrufræði. Einnig verður lögð áhersla á snemmtæka íhlutun sem snýr að málörvun í 1. og 2. bekk. Almennur hluti skólanámskrár verður endurskoðaður í vetur. Áhersla verður foreldrasamstarf og verður tölvutæknin m.a. notuð. Grænafánaverkefnið verður tekið fastari tökum. Einnig nefnt að skipurit skólans hefur breyst miðað við mannabreytingar. Einnig er nýtt í skólastarfinu að börn í 2. bekk fá nám í tónlistarforskóla og boðið verður uppá íþrótta- og tómstundaskóla fyrir nemendur í 1. og 2. bekk. Arnbjörg gerði síðan grein fyrir valgreinum. Síðan sagði hún frá framkvæmdum á skólalóð sem ganga mjög vel. Í skólanum verða fjögur teymi starfandi: Lífsleikniteymi, grænfánaverkefni, upplýsingateymi og stuðningsteymi. Nemendur er 415, kennara 50, þar af eru 5 leiðbeinendur, aðrir starfsmenn eru 20. 

    Guðbjartur Hannesson kynnti helstu áherslur í starfi Grundaskóla. Guðbjartur greindi frá því að Grundaskóli væri að tileinka sér hugmyndafræði sem nefnd hefur verið ?Uppeldi til ábyrgðar? en allt starfsfólk skólans fór á námskeið á skipulagsdögum. Áfram verður unnið að innleiðingu í vetur. Skáðir nemendur eru um 520 í 26 bekkjardeildum. Meðaltal í bekk er 20 nemendur. Starfsfólk er samtals 76, þar af eru 46 kennarar og annað starfsfólk samtals 30. Guðbjartur gerði grein fyrir stjórnskipulagi skólans. Grundaskóli mun halda upp á 25 ára afmæli vikuna 2. ? 6. október og verður haldið upp á afmælið með ýmsum hætti m.a. verður opnuð ný heimasíða. Einnig verður áfram unnið að mati á starfinu í skólastofunni m.a. með tilliti til einstaklingsmiðaðs náms. Einnig ræddi Guðbjartur um aukið samstarf við FVA til að mæta þeim nemendum sem geta farið hraðar yfir námsefni grunnskólans. Grundaskóli mun áfram vera móðurskóli í umferðarfræðslu og er nú búið er að koma á samstarfi við þrjá grunnskóla annars staðar á landinu. Grundaskóli fékk styrk frá Menningarráði Vesturlands til að setja upp dagskrá þar sem nemendur beggja skólanna vinna með reyndum tónlistarmönnum. Í máli Guðbjarts kom einnig fram að skólinn tekur þátt í tveimur Comeniusarverkefnum. Síðan gerði hann grein fyrir því viðhaldi sem fram fór í sumar. Allar skólastofur eru nú fullnýttar fyrir utan eina stofu sem nýtt er fyrir iðjuþjálfa.

   Umræður urðu um samræmingu stundatafla, frístundaiðkun nemenda og valgreinar unglinga í grunnskólunum.

                                                                                                                          

2. Önnur mál.

 

Fundi slitið kl.  19:0

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00