Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

46. fundur 13. apríl 2005 kl. 17:00 - 19:00

46. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi miðvikudaginn 13. apríl 2005 kl. 17:00.


 

Mætt á fundi: Jóhanna Hallsdóttir formaður
 Jónas H. Ottósson, varaformaður
 Ingþór B. Þórhallsson
 Sigrún Ríkharðsdóttir
 Eydís Aðalbjörnsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:      Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
 Auður S. Hrólfsdóttir, skólastjóri
 Laufey Karlsdóttir, fulltrúi kennara
 Guðbjörg Árnadóttir, fulltrúi kennara

 
Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs fundinn og ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:


1. Skóladagatal fyrir skólaárið 2005- 2006. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir foreldraráðum grunnskólanna og hafa foreldraráðin gert athugasemdir við vetrarfrí. Einnig hefur skóladagatalið verið kynnt fyrir starfsfólki grunnskólanna. Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal með eftirfarandi bókun: ?Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal og telur mikilvægt að það verði kynnt fyrir foreldrum hið fyrsta. Einnig felur skólanefnd sviðsstjóra menningar- og fræðslusviðs að leita eftir því við íþróttahreyfinguna og önnur frjáls félagasamtök að þau bjóði upp á dagskrá fyrir þau börn á grunnskólaaldri sem ekki hafa tækifæri til að eyða vetrarfríinu með fjölskyldu sinni. Í vitnisburði sem fram fer skömmu eftir áramót 2006 verði kannað hvernig vetrarfríið nýttist fjölskyldunni.? Bókunin var samþykkt einróma.

 

2. Málefni grunnskólanna. Skólastjórar gerðu grein fyrir ýmsum þáttum í starfi grunnskólanna á yfirstandandi skólaári. Guðbjartur fór yfir nokkra þætti skólastarfsins og gerði grein fyrir að verkfall haustsins setur svip sinn á starfið. Hann sagði frá þeim teymum sem eru að störfum í skólanum. Síðan gerði hann grein fyrir helstu breytingum á starfsliði skólans og að útlit er fyrir að bærilega gangi að ráða í þær stöður sem losna.  Guðbjartur sagði frá þeim námskeiðum sem verið í gangi og eru fyrirhuguð.  Að lokum fjallaði hann um samræmdu prófin í 4. og 7. bekk. Auður fór yfir  það þróunarstarf sem tengist manngildisstefnu skólans. Reynt hefur verið að fá foreldra til að þátt í skólastefnunni. Auður sagði frá  Comeniusarverkefninu sem verið hefur í gangi sl. ár.  Von er á gestum frá samstarfsskólunum. Brekkubæjarskóli hefur nú fengið viðurkenningu sem ?Skóli á grænni grein.? Síðan fjallaði Auður um mat á skólastarfi s.s. niðurstöður samræmdra prófa, líðankönnunar og viðhorfskannanir meðal foreldra og þátttöku í starfsmannakönnun sem var framkvæmd hjá öllum starfsmönnum Akraneskaupstaðar. Áhersla er á að auka streymi upplýsingar milli allra aðila innan skóla og til foreldra. Ýmislegt annað bar á góma s.s. starfsemi sérdeildarinnar. Samstarf milli grunnskólanna á Akranesi er vaxandi.


3. Önnur mál. Helga minnti fundarmenn á að Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Vinaminni 18. apríl n.k.  Einnig sagði hún frá því að aðstoðarskólastjórar í Reykjavíkur hafa óskað eftir að koma í heimsókn til Akraness til að kynna sér skólastarf.

 

Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 19:00

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00