Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

24. fundur 30. október 2002 kl. 16:30 - 18:30

24. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16-18 miðvikudaginn 30. október  2002 kl. 16:30.

                                                                                                              

 

Mætt á fundi: Ingibjörg Barðadóttir, formaður
 Eydís Aðalbjörnsdóttir,
 Ingþór B. Þórhallsson,
 Jónas H. Ottósson, varaformaður
 Sigrún Ríkharðsdóttir,
 Sigurður Sverrisson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
 Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
 Elísabet Jóhannesdóttir, kennari
 
Auk þeirra Helga Gunnarsdóttir menningar- og skólafulltrúi sem ritaði fundargerð.

                                                                                                             

Fyrir tekið:


1. Málefni grunnskólanna.
Lögð fram tillaga menningar- og skólafulltrúa að reglum um innritun grunnskólabarna. Þar er lagt til að skólaskrifstofa sendi foreldrum upplýsingar þar sem fram kemur í hvorn skólann barnið er skráð og gefinn frestur fyrir foreldra til að gera athugasemdir. Gengið er út frá að bærinn skiptist í skólasvæði. Engar skriflegar reglur hafa verið til er snerta innritun. Ýmsar ábendingar komu fram. Málinu vísað til afgreiðslu skólanefndar á næsta fundi.

 

2. Fárhagsáætlun grunnskólanna.

Skólastjórar eru að vinna að frágangi fjárhagsáætlana um þessar mundir. Ingi Steinar nefndi að stærri verkefni við skólann væru helst: klæðning á eldri hluta skólans, hönnun og frágangur lóðar, tölvutengingu í eldri hluta skólans, einnig nefndi hann merkingar innanhúss og utan. Guðbjartur fjallaði um að nauðsynlegt væri að geta kostnaðarmetið einstaka þætti skólastarfsins s.s. hvað kostar kennslan, hvað tekur stjórnun skólans mikið til sín, viðbótarkostnaður vegna skóladagvistar o.s.frv. Guðbjartur gerði síðan grein fyrir ýmsum liðum sem hann er að skoða eins og tölvumálin.

Varðandi fjárhagsáætlun 2003 vill skólanefnd bóka eftir farandi:
¨Skólanefnd óskar eftir að bæjarráð heimili að Akraneskaupstaður taki þátt í könnun sem fyrirhugað er að gera í febrúar en þar verða könnuð viðhorf foreldra til grunnskólanna og einnig viðhorf kennara til vinnustaðar og fleiri þátta. Það er ráðgjafafyrirtækið IBM sem ráðgerir stóra könnun á öllu landinu ef áhugi reynist til þess. Áætlaður kostnaður Akraneskaupstaðar er kr. 450.000. Skólanefnd leggur einnig áherslu á að nú þegar byggingum grunnskólanna er lokið þarf að skipuleggja hönnun og framkvæmdir við lóðir skólanna. Mikilvægt er að áætlaðir verði fjármunir til þess í fjárhagsáætlun ársins 2003.¨
                                                              
3. Önnur mál.

Sigurður Sverrisson beindi þeim tilmælum til skólastjóra til farið verði að nota netið meira í upplýsingagjöf til foreldra. Guðbjartur telur mikilvægt að mótuð verði stefnumótun varðandi tölvur og notkun þeirra í kennslu.  Eydís gerði fyrirspurn til Inga Steinars um hvort þeir kennarar sem ekki fara muni vinna í vetrarfríinu. Kennarar munu vinna starfsdaginn en taka að öðru leyti frí.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00