Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

19. fundur 08. maí 2002 kl. 17:15 - 19:00

19. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, miðvikudaginn 8. maí  2002 kl. 17:15.

Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
Jensína Valdimarsdóttir
Ingibjörg Barðadóttir,
Jónas Ottósson,
Sigrún Árnadóttir,
Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara
Ingileif Daníelsdóttir, fulltrúi kennara
Droplaug Einarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Katrín Barðadóttir, fulltrúi leikskólakennara,
Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri
Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og leikskólafulltrúi, Sigrún Gísladóttir.

Fyrir tekið:

1. Málefni leikskóla.

  • Skólanámskrár. Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir að nú hafi allir leikskólarnir á Akranesi samið skólanámskrár og lýsir skólanefnd yfir mikilli ánægju með þau gögn sem unnin hafa verið.
  • Endurskoðun á verklagsreglum. Reifaðar voru helstu breytingar og skólanefnd sendir framkomna tillögu til bæjarráðs til staðfestingar.
  • Reglur um ívilnun til handa fjarnámsnemendum í leikskólakennara. Á fundi bæjarráðs 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað ¨........Ákvörðun varðandi leikskólakennara nema er tímabundin og lýkur í haust¨ Þarna er vísað til reglna um stuðning við leikskólakennara í fjarnámi. Í reglunum er gert ráð fyrir endurskoðun haustið 2002. Skólanefnd óskar eftir því við bæjarráð að lagt verði mat á hvort þau markmið, sem þessar reglur áttu að stuðla að hafi náðst, áður en ákveðið verður að fella reglurnar úr gildi.
  • Staða á biðlista. Inntöku í leikskóla  er nú að mestu lokið. Eftir inntöku er staðan þannig að á biðlista fyrir hádegi eru 19 börn fædd 2000 og óskað er eftir breytingu á vistun fyrir 12 börn. Á biðlista eftir hádegi eru 4 börn. Á biðlista eftir heilsdagsvistun eru 19 börn og 17 óska eftir breytingu á dvalartíma. Alls þarf því að leita úrræða fyri 71 börn. Þess ber þó að geta að þessar tölur geta breyst til haustsins.

2. Málefni grunnskóla.

  • Skýrsla frá menntamálaráðuneyti, þar sem gerð er grein fyrir sérfræðiþjónustu sveitarfélaga vegna grunnskóla lögð fram.
  • Þjónusta við fatlaða nemendur í grunnskólunum á Akranesi. Helga kynnti framkomna tillögu skólaskrifstofu um hvernig sérstuðningi Akraneskaupstaðar vegna fatlaðra barna í grunnskólunum verði háttað. Tillögurnar hafa verið til umræðu í nemendaverndarráðum beggja grunnskólana. Skólastjóri Grundaskóla lýsir ánægju sinni með tillögu skólaskrifstofu og telur breytingarnar mjög til bóta fyrir fatlaða nemendur í skólanum. Skólastjóri Brekkubæjarskóla bendir á að framlag til skólans vegna fatlaðra barna rýrni um 21%. Skólanefnd mælir með því við bæjarráð að það samþykki tillögur skólaskrifstofu.
  • Skóladagatal vegna skólaársins 2002-2003. Í fyrirliggjandi tillögu er gert ráð fyrir að nemendur mæti 23. ágúst  og vetrarfrí verði dagana 4.?6. nóvember. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nemendur mæti í skólann 7. janúar  skólaslit verði  á tímabilinu 3.-7. júní.  Skólastjórar útskýrðu skóladagatal varðandi skipulagsdaga, upphaf skóla og lok. Skólanefnd mun óska eftir umsögn foreldraráða fyrir næsta fund.
  • Starfsmannahald í grunnskólunum næsta vetur. Eftirtaldir kennarar/leiðbeinendur hætta nú í vor: Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Bryndís Böðvarsdóttir, Lúðvík Gunnarsson og Jörgen Nilson. Nýir kennarar sem skólastjóri mælir með að ráðnir verði eru: Kristrún Lind Birgisdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Sigríður Birgisdóttir og Sigríður Helgadóttir. Einnig mun skólastjóri sækja um til undanþágunefndar menntamálaráðuneytis fyrir Ástu Björnsdóttur, Bryndísi Sigurjónsdóttur, Halldóru Garðarsdóttur og Heiðrúnu Janusdóttur, Laufeyju Skúladóttur, Rannveigu Bjarnadóttur og Sigurþór Þorgilsson. Ragnheiður Ragnarsdóttir kemur úr launalausu leyfi. Þessu til viðbótar verða a.m.k. tveir stundarkennarar ráðnir við skólann.
  • Starfsmannahald Grundaskóla. Tveir kennarar verða í fæðingarorlofi næsta vetur og einn kennari kemur úr fæðingarorlofi. Flosi Einarsson, Guðbjartur Hannesson og Leó Jóhannesson koma úr námsleyfi.

3. Önnur mál
Helga kynnti könnun sem lögð verður fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla áður en starfsfólk fer í sumarfrí. Fyrirmynd að könnunni er könnun sem lögð var fyrir ríkisstarfsmenn árið 1998.

Næsti fundur fyrirhugaður 4. júní n.k.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið. 

Undirritun fundarmanna:

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00