Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

18. fundur 14. mars 2002 kl. 17:15 - 19:00

18. fundur skólanefndar Akraness haldinn í leikskólanum Garðaseli, fimmtudaginn 14. mars  2002 kl. 17:15.

Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
 Jensína Valdimarsdóttir
 Kjartan Kjartansson,
 Jónas Ottósson,
 Sigrún Árnadóttir,
 Elísabet Jóhannesdóttir, fulltrúi kennara
 Ingileif Daníelsdóttir, fulltrúi kennara
 Ásthildur Sölvadóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
 Droplaug Einarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 Katrín Barðadóttir, fulltrúi leikskólakennara
 Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri
 Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og leikskólafulltrúi, Sigrún Gísladóttir.

Gestur fundarins:  Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri Garðaseli.

Fyrir tekið:

1. Kynning á leikskólastarfi Garðasels. Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri kynnti fundarmönnum helstu áherslur í starfi leikskólans. Fram kom í máli hennar að áherla er lögð á skapandi starf og hreyfingu. Allir fara í leikfimi, danskennsla er þrisvar á ári, íþróttavika er haldin í júni. Sérkennsla hefur farið fram og verið þróuð á síðustu þremur árum, einnig er  kennsla í markvissri málörvun og tákni með tali. Foreldraviðtöl fara fram tvisvar á ári og búið er að útbúa bækling sem á að innihalda hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra. Leikskólinn er mjög vel tæknivæddur, á m.a. sex tölvur og er með heimasíðuna   www.akranes.is/gardasel

2. Málefni leikskóla
· Sigrún Gísladóttir kynnti framkomanar hugmyndir að breytingum á verklagsreglum. Breytingatillögur verða teknar til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi skólanefndar.
· Búið er að gera fyrstu áætlun um inntöku leikskólabarna fyrir næsta skólaár. Óskir foreldra um dvalartíma hafa breyst mikið í kjölfar einsetningar grunnskólanna. Fram kom í máli Sigrúnar að hægt verður að afgreiða allar umsóknir vegna barna fæddra 1999 og fyrr en ekki liggur nákvæmlega fyrir um fjölda barna fæddra 2000 sem ekki verður hægt að taka inn. Sótt hefur verið um leikskólavist fyrir nánast öll börn fædd 2001. Engir biðlistar verða vegna leikskólaplássa eftir hádegi, en því meiri vegna heilsdagsplássa.

Skólanefnd leggur áherslu á að hvergi verið hvikað frá fyrri áformum um viðbyggingu við Vallarsel og telur tímabært að skipuð verði nefnd til undirbúnings framkvæmda sem fyrst.

· Skólanámskrárgerð. Starfsfólk Garðasels og Teigasels hafa lokið gerð skólanámskráa og á næstu vikum mun Vallarsel einnig slást í hópinn og þar er einnig verið að ljúka gerð deildanámskráa.

3. Málefni grunnskóla
· Skólastjórar kynntu ýmsar hugmyndir sem tengjast skóladagatali sem þeir hafa rætt sín á milli. Nokkrar umræður urðu um vetrarfrí í skólum. Stefnt er að því að afgreiða skóladagatal á næsta fundi.
· Sjálfsmat skóla. Fram kom að stjórnnendur grunnskólanna hafa fengið kynningu á því sjálfsmatskerfi sem Háskólinn á Akureyri hefur hannað og er nú verið að undirbúa innleiðingu þess. Þar með munu grunnskólarnir á Akranesi uppfylla ákvæði laga um sjálfsmat skóla.
· Innritun 1996. Innritun er lokið og eru 40 nemendur innritaðir í Grundaskóla og 37 í Brekkubæjarskóla.

4. Önnur mál
· Lokaskýrsla vegna nýbyggingar Brekkubæjarskóla hefur verið gefin út og send til skólanefndarmanna.
· Formaður lagði fram tvö bréf frá Menntamálaráðuneytinu, annað varðandi tímasetningar samræmdra prófa á næsta ári, hitt varðandi undanþágu nemenda, sem náð hafa afburða árangri í íþróttagrein sinni, frá íþróttum.
· Skólastjóri Grundaskóla sagði frá reisugilli í skólanum síðast liðinn föstudag.
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    

 

Fleira ekki gert, fundi slitið. 

Undirritun fundarmanna:

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00