Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

11. fundur 03. maí 2001 kl. 17:15 - 19:00
11. fundur skólanefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, fimmtudaginn 3. maí  2001 kl. 17:15.
 
Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
 Ingibjörg Barðadóttir,
 Jensína Valdimarsdóttir, ritari
 Sigrún Árnadóttir,
 Jónas Ottósson
 Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri
 Katrín Barðadóttir, fulltrúi leikskólakennara
 Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara,
 Droplaug Einarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 Guðbjörg Árnadóttir, fulltrúi kennara
 Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
 Hrönn Rikharðsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi
 
Fyrir tekið:

1. Málefni leikskóla. Fjallað var um nýjan kjarasamning og hvernig ný ákvæði í væntanlegri reglugerð munu gera kleift að fjölga börnum í leikskólunum. Skólanefnd lagði fram eftirfarandi bókun sem var samþykkt.
?Skólanefnd hefur kynnt sér útreikninga um hvernig rými leikskóla er reiknað út og hvaða nýjungar fylgja nýjum kjarasamningum leikskólakennara. Skólanefnd hefur sérstaklega skoðað óskir leikskólastjóra Teigasels um að draga frá rými sem nýtt hefur verið undir geymslu en var upphaflega hugsað sem leikrými. Einnig hefur skólanefnd skoðað sérstöðu Garðasels þar sem stór hluti flatarmáls leikskólans er leikgata. Það er skoðun skólanefndar Akraness að hafna beri beiðni leikskólastjóra Teigasels um að skilgreina 6,6 m2 föndurherbergi sem geymslu. Leitað verði annarra leiða til að uppfylla geymsluþörf deildarinnar. Skólanefnd leggur til að fjöldi barna á Garðaseli verði 73 börn, fjöldi barna á Teigaseli 72 börn og fjöldi barna á Vallarseli 66 börn. Skólanefnd mælist til þess að ákvörðun um fjölda barna verði endurskoðuð um áramótin 2001 ? 2002. Einnig að leikskólastjórar kanni hvernig hægt er að nýta þá möguleika sem reglugerð nýrra kjarasamninga mun segja til um.?
Sigún Gísladóttir sagði frá hvernig biðlistamál líta út í dag  en ekki hefur enn verið lokið inntöku vegan næsta skólaárs. Eins og staðan er í dag má reikna með að hægt verði að taka inn 33 börn fædd 1998 og fyrr og 45 börn fædd 1999. Talsvert er um að fólk sé að flytja til Akraness um þessar mundir og því ekki hægt að gefa nákvæmar upplýsingar um stöðu biðlista. Reikna má með að um 40 ? 50 börn fædd 1999 verði á biðlista í haust.
 
2. Málefni grunnskóla. Fram voru lögð drög að skóladagatali fyrir næsta ár. Þar er gert ráð fyrir að nemendur mæti 27. ágúst og skólaslit verði 7. júní. Ekki er gert ráð fyrir vetrarfríi. Skoðanakönnun var gerð meðal foreldra og var niðurstaðan sú að 57% foreldra tóku þátt í könnuninni. Af þeim sem tóku þátt voru 31% fylgjandi vetrarfríi og 69% á móti. Skólanefnd samþykkir þær dagsetningar sem fram koma í skóladagatalinu. Hins vegar óskar skólanefnd eftir því við skólastjóra að þeir beri saman fyrirkomulag skólastarfs í kringum próf, jólaundirbúning og skólalok og e.t.v. fleiri tilefni með það í huga að jafnræði ríki í kennslustundamagni óháð því  hvorn skólann börn á Akranesi sækja. Skólanefnd óskar eftir að niðurstöður þessa samanburðar verði kynntar skólanefnd ekki seinna en í október.
Skólastjórnendur gerðu grein fyrir hvernig lítur út með kennararáðningar fyrir næsta skólaár.
Lögð voru fram gögn sem skólastjórar hafa sent bæjarráði þar sem óskað er eftir heimild til að ráða deildarstjóra við grunnskólana. Óskað er eftir sem svarar einu stöðugildi við hvorn skóla. 
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.

Undirritun fundarmanna:
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00