Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

186. fundur 15. mars 2022 kl. 16:00 - 18:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Hrafnhildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Guðrún Gísladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Ívar Orri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Kötterheinrich varaáheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Helgi Rafn Bergþórsson áheyrnarfulltrúi ungmenna
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir og Valgerður Janusdóttir voru á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað / TEAMS.
Áheyrnarfulltrúar grunnskólanna sitja fundinn undir liðum 1 og 2.
Áheyrnarfulltrúar:
Skólastjóra: Sigurður Arnar Sigurðsson og Arnbjörg Stefánsdóttir sem nýtti fjarfundarbúnað / TEAMS.
Kennara: Guðrún Hjörleifsdóttir og Hrafnhildur Jónsdóttir.
Foreldra: Guðrún Gísladóttir og Kristín Kötterheinrich.

1.Grunnskólalóðir - endurgerð (Brekkubæjarskóli - Grundaskóli)

2104149

Inga Rut Gylfadóttir landslagsarkitekt hjá Landslagi, kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir við skólalóðir grunnskóla Akraneskaupstaðar sumarið 2022.
Skóla- og frístundaráð þakkar Ingu Rut Gylfadóttur fyrir góða kynningu. Ráðið fagnar þeirri uppbyggingu sem er fyrirhuguð á lóðum grunnskólanna á komandi mánuðum.
Ráðið leggur jafnframt áherslu á að framhald verði á uppbyggingu skólalóða á næstu árum.

2.Skóladagatal grunnskólanna

2112030

Skóladagatal grunnskólanna fyrir skólaárið 2022 - 2023 lagt fram til staðfestingar
Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali fyrir skólaárið 2022 - 2023.
Áheyrnarfulltrúar grunnskólanna víkja af fundi.
Áheyrnarfulltrúi Þorpsins og ungmennaráðs taka sæti á fundinum.
Ívar Orri Kristjánsson og Helgi Rafn Bergþórsson.

3.Ungmennaráð 2022

2202141

Fundargerðir ungmennaráðs lagðar fram til kynningar.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir því við sviðsstjóra að einstök mál sem fjallað hefur verið um í ungmennaráði og koma fram í fundargerðum, verði sett í viðeigandi ferli innan stjórnsýslunnar.
Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.

4.Klifurfélag ÍA - aðstöðumál

2111203

Erindi frá Klifurfélaginu
Skóla- og frístundaráð samþykkir að leggja til að rekstrarsamningur við Klifurfélagið verði hækkaður frá fyrri samþykkt bæjarráðs frá 2.12. 2021 til samræmis við óskir í erindi félagsins. Hækkunin er úr kr. 190.050 í kr. 210.259 pr. mánuð.
Erindinu vísað til bæjarráðs.

5.Móttaka flóttafólks

2203074

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur sent erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið leitar til sveitarfélaga um þátttöku í því brýna verkefni sem er framundan. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Óskað er eftir að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið.
Erindinu hefur verið svarað og lýst yfir vilja sveitarfélagsins til að taka þátt í móttöku flóttafólks. Því til staðfestingar er vísað til bókunar bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar frá 8. mars 2022 sem var eftirfarandi: Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og lýsir sig jafnframt reiðubúna til móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Bæjarstjórn tekur einróma undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar síðastliðnum, sem og yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga sem bæjarfulltrúar hafa stutt með undirritun sinni.
Skóla- og frístundaráð tekur undir bókun bæjarstjórnar um mikilvægi þess að taka þátt í því brýna verkefni að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu.


Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs verði falið að undirbúa móttöku flóttafólksins. Sviðsstjórar V&M og S&F leggja fram aðgerðaráætlun fyrir ráð viðkomandi sviða og bæjarráð.
Fundargerð samþykkt með rafrænum hætti:
BD, RBS, SMS, VJ, DH.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00