Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

180. fundur 13. desember 2021 kl. 16:15 - 17:15 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá
Sameiginlegur fundur skóla- og frístundaráðs, velferðar- og mannréttindaráðs og skipulags- og umhverfisráðs til þess að kynna fyrirhugaða byggingu á Samfélagsmiðstöð á Dalbraut 8.

Eftirtaldir áheyrafulltrúar voru boðaðir á fundinn: ungmennaráð Akraness, notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi, starfshópur um uppbyggingu á starfsemi Fjöliðjunnar og starfsmenn á velferðar- og mannréttindasviði og stjórnendur félagsmiðstöðvarinnar Þorpsins.

1.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8

2112081

Skóla- og frístundaráð fagnar hugmyndum um uppbyggingu "Samfélagsmiðstöðvar" á Dalbraut 8. Um er að ræða nýtt húsnæði þar sem starfsemi Fjöliðjunnar, Hver (Starfsendurhæfing Vesturlands) og frístundastarf fyrir börn og ungmenni (Þorpið frístundamiðstöð) mun fara fram og jafnframt önnur viðeigandi starfsemi svo sem frístundastarf fyrir hinn almenna íbúa á Akranesi.

Með Samfélagsmiðstöð nást markmið sem endurspeglað geta margbreytileika samfélagsins, og eykur möguleika íbúa á fjölbreytni í tengslamyndun og samfélagslegri þátttöku.
Skóla- og frístundaráð fagnar jafnframt að gert sé ráð fyrir að ná þessum stóra áfanga með hagkvæmari hætti en áður hafði verið gert ráð fyrir.

Skóla- og frístundaráð samþykkir ofangreind áform um uppbyggingu Samfélagsmiðstöðvar.

Fundargerðin samþykkt rafrænt
BD RBS SMS VJ DH

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00