Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

142. fundur 02. október 2020 kl. 11:00 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Leikskóli Skógarhverfi - hönnun

1911054

Sameiginlegur fundur skipulags- og umhverfisráðs og skóla- og frístundaráðs um hönnun leikskóla í Skógahverfi.

Fyrir liggur hugmynd um að leikskólabyggingin fái Svansvottun. Hönnuðir hússins hafa í þeim tilgangi unnið gróft kostnaðarmat, sem sýnir að framkvæmdakostnaður verður um 5% hærri ef þessi leið verður valin, sem einkum skýrist af því að enn sem komið er felst talsverður kostnaður í lærdómsferlinu við að tileinka sér aðferðafræðina bæði í hönnun og framkvæmdum.
Skipulags-og umhverfisráð og skóla- og frístundaráð leggja áherslu á að horft sé til umhverfislegra áhrifa við hönnun leikskólans s.s. efnisnotkunar, innivist, flokkun úrgangs o.fl.
Hinsvegar verði ekki farin sú leið að Svansvotta leikskólann meðal annars m.t.t. kostnaðarauka og þess að ákveðið lærdómsferli er í gangi varðandi þá vottun hér á landi.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00