Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

139. fundur 01. september 2020 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Áhrif FL kjarasamninga á starfsemi leikskóla

2008210

Farið yfir helstu breytingar sem urðu við samþykkt nýs kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara og hvaða áhrifa hann hefur á starfsemi leikskóla á Akranesi.
Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjórnenda, Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara og Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskóla sitja fundinn
undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakka góða samantekt.

Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.

2.íþróttamiðstöð Jaðarsbökkum - uppbygging

2006178

Kynning á stöðu uppbyggingar á íþróttamannvirkjum á Jaðarsbökkum en bæjarráð samþykkti á fundi sínum 12. ágúst að Ask arkitektar ljúki arkitektahönnun á fyrsta áfanga við Jaðarsbakka.
Skóla- og frístundaráð fagnar þessum áfanga.

3.Covid-19 staðan á skóla- og frístundasviði

2003147

Umræða um stöðu stofnanna á skóla- og frístundasviði í tengslum við Covid-19.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir upplýsingarnar.

4.Skóla- og frístundasvið- lykiltölur í byrjun skólaárs 2020-2021

2008211

Samantekt á lykiltölum frá stofnunum á skóla- og frístundasviði í upphafi starfsársins.
Skóla- og frístundaráð fagnar því að fjölgun eigi sér stað í grunnskólunum og lausum plássum hjá dagforeldrum.

5.Menntastefna- endurnýjun

2002069

Framhaldsumræða um næstu skref varðandi vinnu við nýja menntastefnu Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir fjárhagsáætlun fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00