Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

86. fundur 21. ágúst 2018 kl. 16:30 - 18:16 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varaformaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Skóladagatal skólaárið 2018 - 2019

1801242

Lagðar fram tillögur að breytingum á áður samþykktu skóladagatali grunnskólanna fyrir skólaárið 2018 - 2019.
Áheyrnarfulltrúar taka sæti á fundinum:
Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Hallbera Jóhannesdóttir fulltrúi starfsfólks grunnskólanna.

Skóla- og frístundaráð staðfestir breytt skóladagatal grunnskólanna á Akranesi fyrir skólaárið 2018 - 2019.

Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi 16:45

2.Framtíðarþörf á leikskólaplássum á Akranesi

1808057

Starfshópur um framtíðarþörf á leikskólaplássi á Akranesi, sem hefur það hlutverk að gera þarfagreiningu og leggja fram tillögur.
Ingunn Ríkharðsdóttir tekur sæti á fundinum sem áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra.

Skóla- og frístundaráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur um framtíðarþörf á leikskólaplássum á Akranesi.

3.Reiknilíkan leikskólanna 2018- endurskoðun

1808127

Reiknilíkan leikskólanna - fjármagn vegna afleysinga.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að leikskólarnir fái bætingu inn í fjárhagsáætlun sem nemur skertri upphæð til afleysinga samkvæmt reiknilíkani fyrir leikskólana.

Ingunn Ríkharðsdóttir víkur af fundi kl. 17:30.

4.Dagforeldrar - Reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar hjá dagforeldrum

1808059

Málefni dagforeldra og tillaga að endurskoðuðum reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar fjölbura hjá dagforeldrum.
Skóla- og frístundaráð beinir því til bæjarráðs að breyting verði gerð á reglum um niðurgreiðslu vegna dvalar fjölbura hjá dagforeldrum eftir því sem hér segir.
Grein 5. hljóði:
Þeir foreldrar sem kaupa vistun hjá dagforeldrum í 4 - 8 klukkustundir á dag fá niðurgreiðslu og getur greiðslan hæst orðið kr. 55.000 á mánuði fyrir 8 klst. daglega vistun. Foreldrar fjölbura sem kaupa vistun hjá dagforeldum í 4 - 8 klukkustundir á dag fá niðurgreiðslu kr. 63.000 fyrir eitt barn, vegna næsta barns tekur niðurgreiðslan mið af dvalar- og matargjaldi barns á leikskóla með systkinaafslætti fyrir 8 tíma vistun. Starfsárið 2018 - 2019 er niðurgreiðslur fyrir annað fjölburabarn kr.100.000 og hlutfallslega sama á við þriðja fjölburabarnið. Við niðurgreiðslu til dagforeldra er tekið hlutfallslegt mið af dvalarstundum barnsins.

5.Frístund- vegna mannauðsdags Akraneskaupstaðar

1808114

Lögð fram ósk deildarstjóra frístundaheimila á Akranesi.
Bryndís Gylfadóttir deildarstjóri frístundaheimilis Þorpsins og Edda Ósk Einarsdóttir deildarstjóri frístundaheimilis Grundasels taka sæti á fundinum 17:55.

Skóla- og frístundaráð samþykkir þessa beiðni um þrjá skipulagsdaga annað hvert ár og vísar erindinu til bæjarráðs.
Lagt er til að tekið sé saman yfirlit yfir hvernig opnunartími frístundaheimila er í öðrum sveitarfélögum og kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs þegar gögnin liggja fyrir.


Bryndís og Edda Ósk víkja af fundi 18:00

Fundi slitið - kl. 18:16.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00