Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

79. fundur 20. mars 2018 kl. 16:30 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson formaður
  • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir varamaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Stefanía Marta Katarínusdóttir varaáheyrnarfulltrúi starfsfólks grunnskóla
  • Hjördís Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsfólks grunnskóla
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Starfsáætlun grunnskóla 2017-2018

1803067

Starfsáætlanir Brekkubæjarskóla og Grundaskóla fyrir skólaárið 2017 - 2018 lagðar fram til staðfestingar.

Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 skulu skólastjórnendur grunnskóla gefa árlega út starfsáætlun þar sem gerð er grein fyrir árlegri starfsemi skólans.


Skóla- og frístundaráð þakkar skólastjórum fyrir faglega vinnu við skólanámskrá/ starfsáætlun skólanna.

Lagt er til að starfsáætlanir leik- og grunnskóla verði lagðar fram á seinni fundi í október ár hvert.

Skóla- og frístundaráð staðfestir starfsáætlanir skólanna.

Arnbjörg vék af fundi 17:10.

Sigurður Arnar, Hjördís Dögg og Stefanía Marta viku af fundi 17:20.

2.Stuðningur við afreksíþróttafólk

1803017

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að Akraneskaupstaður stofni afrekssjóð sem ætlað er að veita framúrskarandi íþróttafólki ÍA stuðning þegar það skipar sér með árangri sínum í fremstu röð í heiminum. Jafnframt er lagt til að stofnuð verði afreksnefnd sem hefur það hlutverk að koma með tillögu að veitingu styrksins.
Markmið Akraneskaupstaðar með stofnun slíks afreksstyrks er að veita framúrskarandi íþróttafólki stuðning þegar það skipar sér með árangri sínum í fremstu röð í heiminum.
Afreksfólk eru þeir einstaklingar sem standast viðmið í viðkomandi íþróttagrein sem skilgreind eru af viðkomandi sérsambandi og tekur mið af afreksstefnu ÍSÍ.
Styrkurinn er viðleitni Akraneskaupstaðar að styðja við afreksíþróttafólk ÍA sem hefur náð þeim einstaka árangri að keppa meðal þeirra bestu í heimi og kemur fram fyrir hönd ÍA og eru jafnframt fyrirmyndir yngri iðkenda.
Í afreksnefnd eiga sæti einn fulltrúi stjórnar ÍA, formaður skóla- og frístundaráðs og sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs (eða staðgengill hans).
Hlutverk afreksnefndar er að vinna í samræmi við ofangreind viðmið og starfa samkvæmt starfsreglum sem samþykktar eru af skóla- og frístundaráði. Afreksnefnd leggur fram tillögu um styrkþega til skóla- og frístundaráðs.

3.Starf Íþróttamannvirki - forstöðumaður

1802061

Ráðning í starf forstöðumanns. Umsóknarfrestur rann út 25. febrúar sl.
Ráðningarferlið kynnt og málinu vísað til aukafundar þriðjudaginn 27. mars. kl. 16:00.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00