Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

58. fundur 04. apríl 2017 kl. 16:30 - 18:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson formaður
  • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Vagn Benediktsson varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Anney Ágústsdóttir varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Ársskýrsla sérfræðiþjónustu skóla- og frístundasviðs 2016 - 2017.

1703201

Kynning sérfræðiþjónustu á umfangi og framkvæmd starfseminnar skólaárið 2016 - 2017.

2.Þjónusturáð skóla- og frístundasviðs sérúrræði 2016-2017

1605077

Skóla- og frístundaráði kynnt vinna og markmið Þjónusturáðs skóla- og frístundasviðs um framtíðarskipulag stoðþjónustu í grunnskólum á Akranesi og fyrirkomulag á sérstökum stuðning við nemendur með metnar sérþarfir. Þjónusturáðið hefur haft menntastefnu ríkisins um skóla án aðgreiningar til hliðsjónar í þeirri vinnu.
Skóla- og frístundaráð tekur undir áherslur þjónusturáðs skóla- og frístundasviðs með það að markmiði að báðir skólarnir á Akranesi geti mætt sérhverju barni í námi og starfi óháð atgervi þess og stöðu. Þetta hefur þá merkingu að foreldrar/forráðamenn geta valið sinn hverfisskóla fyrir barn sitt fullvisst um að börn þeirra fái kennslu við hæfi.

Eftirfarandi áheyranarfulltrúar yfirgáfu fundinn kl.16:45

Alexander, Hallbera, Anney, Íris, Jón Hjörvar.

3.Grundaskóli - Samningur Grundaskóla og Samgöngustofu vegna móðurskóla í umferðarfræðslu.

1703048

Umferðarfræðsla - Nýr samningur Grundaskóla og Samgöngustofu um umferðarfræðslu fyrir grunnskóla.
Skóla- og frístundaráð fagnar því að náðst hafi að endurnýja samning Grundaskóla og Samgöngustofu um að Grundaskóli verði áfram móðurskóli í umferðarfræðslu á Íslandi.
Grundaskóli heldur því áfram þessu mikilvæga hlutverki sínu.

Eftirfarandi áheyrnarfulltrúar yfirgáfu fundinn kl: 18:00
Anney, Sigurður, Magnús, Heiðrún, Íris, Erla Ösp.

4.ÍA - rekstur og samskipti, endurnýjaður samningur

1611149

Samningur Akraneskaupstaðar og ÍA - Upplýsingaöflun
Steinar Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð leggur til að samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness og Leigu- og rekstrarsamningur Akraneskaupstaðar og ÍA verði báðir framlengdir til 31.12.2017.

Skóla- og frístundaráð felur formanni ráðsins, í samvinnu við sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og fulltrúa ÍA að vinna að drögum að nýjum samningi milli aðila sem nær til samskipta ÍA og Akraneskaupstaðar og leigu og rekstrar íþróttamannvirkja. Óskað er eftir að drög að nýjum samningi verði lögð fyrir skóla- og frístundaráð til umfjöllunar eigi síðar en 5. september 2017.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00