Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

27. fundur 05. janúar 2016 kl. 16:30 - 19:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Eyjólfsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Launað námsleyfi

1505024

Umsókn hefur borist um launað námsleyfi fyrir 40% starfshlutfalli frá aðstoðarskólastjóranum í Garðaseli vegna skólaársins 2016-2017. Aðstoðarskólastjóri vísar í ákvæði í kafla 10.5 í kjarasamningi félags stjórnenda í leikskólum þar sem stjórnanda með 12 ára starfsreynslu er heimilt að sækja um allt að níu mánaða námsleyfi á launum.
Á fundinn mættu Brynhildur Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Gunnur Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskólum.
Kristinn vék af fundi kl.16:31.
Skóla- og frístundaráð getur ekki orðið við erindinu. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun ársins 2016 í launuð námsleyfi starfsmanna Akraneskaupstaðar. Ef tekin verður ákvörðun um það í framtíðinni að veita launuð námsleyfi hjá Akraneskaupstað yrði að auglýsa það sérstaklega og móta reglur um úthlutun.

2.Launað námsleyfi

1503100

Umsókn hefur borist um launað námsleyfi frá leikskólakennara í Garðaseli vegna skólaársins 2016-2017. Leikskólakennarinn vísar í ákvæði í kafla 10.5.1 í kjarasamningi félags leikskólakennara þar sem heimilt að veita leikskólakennara launað námsleyfi til að stunda viðurkennt nám framhaldsnám eða sækja endurmenntunarnámskeið í sérgrein sinni.
Kristinn mætti aftur á fundinn kl. 16:45.
Skóla- og frístundaráð getur ekki orðið við erindinu. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun ársins 2016 í launuð námsleyfi starfsmanna Akraneskaupstaðar. Ef tekin verður ákvörðun um það í framtíðinni að veita launuð námsleyfi hjá Akraneskaupstað yrði að auglýsa það sérstaklega og móta reglur um úthlutun.

3.Starfsemi leikskóla - sumarskóli 2016

1512260

Leikskólar Akraneskaupstaðar loka í fimm vikur að sumri ár hvert. Boðið hefur verið upp á þjónustu sumarskóla leikskóla og verður sú þjónusta í fimmta sinn sumarið 2016. Sumarið 2015 var mikil aðsókn í sumarskólann þær tvær vikur sem hann var opinn í júlí.
Skóla- og frístundasvið samþykkir að leikskólar Akraneskaupstaðar loki í fimm vikur frá og með 4. júlí til og með 5. ágúst 2016. Leikskólarnir opna aftur eftir sumarfrí 8. ágúst. Ráðið samþykkir einnig að þjónusta sumarskóla leikskóla Akraneskaupstaðar verði nú í leikskólanum Akraseli í tvær vikur frá og með 4. júlí til og með 15. júlí. Skráning í sumarskóla er í höndum leikskólastjóra og er bindandi.

4.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs

1412138

Á árinu 2015 ákvað bæjarstjórn að leggja árlega kr. 3.500.000 í nýjan Þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs. Tilgangurinn með þróunarsjóðnum er að styðja við þróunar- og nýsköpunarstarf á sviði skóla- og frístunda á vegum Akraneskaupstaðar með það að markmiði að starfsemin verði í sífelldri þróun í takt við breytingar í umhverfi og samfélagi. Skóla- og frístundasviði tilheyra sérfræðiþjónusta skóla, leikskólar, grunnskólar, Tónlistarskólinn á Akranesi, frístundamiðstöðin Þorpið og íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar. Skólar, frjáls félagasamtök og aðrir aðilar geta verið samstarfsaðilar í þróunarverkefnunum.
Skóla- og frístundaráð hvetur aðila á skóla- og frístundasviði til að senda inn umsóknir um styrki úr sjóðnum. Umsóknafrestur er til og með 27. janúar 2016.
Brynhildur Björg og Gunnur viku af fundi kl. 17:20.

5.Reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum

1512203

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti við fjárhagsáætlun 2016 kr. 2.500.000 til að heimila auka niðurgreiðslur til foreldra sem eru með samning við dagforeldri vegna barna sem náð hafa tveggja ára aldri þar til leikskólapláss hefur verið tryggt. Bæjarstjórn felur skóla- og frístundaráði nánari útfærslu á þessari heimild.
Afgreiðslu frestað.

6.Reglur um styrkveitingar vegna umsókna um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

1511189

Á fundi bæjarráðs 12. nóvember 2015 var þeim þeim tilmælum bein til skóla- og frístundaráðs að semja drög að reglum um styrkveitingar til tónlistarnáms einstaklinga sem hafa lögheimili á Akranesi en stunda tónlistarnám í öðru sveitarfélagi.
Drög að reglum ræddar.
Sigrún og Kristinn viku af fundi kl. 18:30.

7.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2016

1509390

Umsóknarfrestur styrkja í styrktarpott menningar-, íþrótta-og atvinnumála rann út 1. desember sl. fyrir úthlutun á árinu 2016.
Bæjarráð óskar eftir umsögn og forgangsröðum frá skóla- og frístundaráði um umsóknir sem falla undir íþróttamál.
Farið var yfir umsóknir um styrki vegna íþróttamála. Umsögn og forgangsröðun send til bæjarráðs sem tekur endanlega ákvörðun um úthlutun.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00