Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

19. fundur 07. september 2015 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Starri Reynisson varamaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Þjóðarsáttmáli um læsi

1508011

Mennta- og menningarmálaráðherra býður öllum bæjar- og sveitarstjórnum að undirrita Þjóðarsáttmála um læsi þar sem samningsins, ríki og sveitarfélög, skuldbinda sig til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi, að öll börn geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Stefnt er að undirritun samnings 22. September 2015 á Akranesi. Bæjarráð vísar samningnum til skoðunar í skóla- og frístundaráði og leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja faglegt sjálfstæði skóla og sveitarfélaga hvað varðar val á aðferðafræði í lestrarkennslu.
Á fundinn mættu Gunnar Gíslason ráðgjafi á skóla- og frístundasviði, Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla, Borghildur Birgisdóttir og Elís Þór Sigurðsson áheyrnafulltrúar kennara í grunnskólum, Ásta Egilsdóttir kennari í Grundaskóla og Guðrún Guðbjarnadóttir kennari í Brekkubæjarskóla.
Erla Ösp Lárusdóttir áheyrnafulltrúi foreldra mætti á fundinn kl. 16:50.

Skóla- og frístundaráð samþykkir að Akraneskaupstaður undirriti Þjóðarsáttmála um læsi. Ráðið tekur undir með bæjarráði um mikilvægi þess að faglegt sjálfstæði skóla og sveitarfélaga sé tryggt.

Ásta og Guðrún viku af fundi kl. 17:45.

2.Umferðarforvarnir - umsókn um styrk

1508161

Bæjarráð vísaði erindi Berents Karls Hafsteinssonar um styrkveitingu samtals kr. 120.000 vegna fyrirlestrar um umferðarforvarnir fyrir 10. bekk í grunnskólum Akraneskaupstaðar, til umsagnar í skóla- og frístundaráði.
Skóla- og frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.
Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á sjálfstæði skólastjórnenda og forstöðumanna á skóla- og frístundasviði til að skipuleggja fræðslu fyrir nemendur og starfsþróun starfsmanna sinna.

3.Gjaldfrjáls grunnskóli - áskorun til sveitarfélaga

1508256

Áskorun hefur borist frá Barnaheill um gjaldfrjálsan grunnskóla. Bæjarráð vísar erindi Barnaheillar til kynningar í skóla- og frístundaráði.
Skólastjórnendur greindu frá þeim kostnaði sem foreldrar bera vegna ritfangakaupa. Skóla- og frístundaráð beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að hafa í auknum mæli milligöngu um sameiginleg innkaup með það að markmiði að lágmarka kostnað foreldra.

4.Starfsþróunaráætlun skóla- og frístundasviðs 2015-2018

1509061

Drög að áætlun um starfsþróun skóla- og frístundasviðs 2015-2018 liggja fyrir.
Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu lagði fram drög að starfsþróunaráætlun skóla- og frístundasviðs 2015-2018.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00