Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

16. fundur 23. júní 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Hagræðing á skóla- og frístundasviði 2015

1506140

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 21. maí sl. viðbótarstöðugildi í stoðþjónustu Grundaskóla í samræmi við tillögur skóla- og frístundaráðs en faldi skóla- og frístundaráði að koma með tillögur til hagræðingar til þess að mæta þessum kostnaðarauka. Skóla- og frístundaráð fól Gunnari Gíslasyni ráðgjafa og Svölu Hreinsdóttur deildarstjóra á skóla- og frístundasviðs að koma með tillögur til hagræðingar.
Gunnar Gíslason ráðgjafi skóla- og frístundasviðs og Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi mættu á fundinn kl. 8:00.
Gunnar kynnti tillögur til hagræðingar í Tónlistarskólanum á Akranesi sem unnar hafa verið í samvinnu við Lárus skólastjóra. Meirihluti fulltrúa í skóla- og frístundaráði leggur til við bæjarráð að gjaldskrá Tónlistarskólans á Akranesi verði hækkuð um 10% frá og með 1. september 2015 til að mæta kröfum bæjarráðs að hluta. Jafnframt er lagt til að innheimta skólagjalda verði endurskoðuð með það að markmiði að fjölga gjalddögum.

Að auki samþykkir meirihluti fulltrúa í skóla- og frístundaráði að fela Gunnari og Lárusi að ná fram hagræðingu í samræmi við umræður á fundinum og leggur áherslu á að þær aðgerðir verði tímabundnar til eins árs.

Kristinn Hallur Sveinsson, fulltrúi Samfylkingar í skóla- og frístundaráði, mótmælir hugmyndum um hækkun skólagjalda og niðurskurð í Tónlistarskólanum á Akranesi. Ódýr tónlistarskóli í hæsta gæðaflokki er einn af helstu styrkleikum Akraness og mikilvægur þáttur í því að auka lífsgæði Akurnesinga og gera búsetu í bænum eftirsóknarverða. Samfylkingin vill áfram öflugt starf í tónlistarskólanum og að sem flestir hafi aðgang að tónlistarmenntun óháð efnahag.
Eins og bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa bent á, þá mætti spara hátt í fjórar milljónir á ári ef meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks skipti á milli sín sætum aðalmanna í ráðum bæjarins en sleppti því að skipa áheyrnarfulltrúa frá meirihlutanum. Þannig teljum við einnig að formlegur meirihluti eigi að vinna; sem ein heild en ekki sem tveir flokkar. Þá fjármuni sem þarna liggja væri farsælla að nýta til að fjármagna nauðsynlega þjónustu bæjarins.
Lárus vék af fundi kl. 9:28.

2.Fjárhagsáætlun 2016

1502210

Tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2016 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00