Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

12. fundur 21. apríl 2015 kl. 16:30 - 18:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Starfsemi leikskóla - sumarskóli 2015

1503281

Skráningu er nú lokið í sumarskóla leikskóla Akraneskaupstaðar 2015.
Fyrstu vikuna í sumarskólanum verða 73 börn. Í annarri viku sumarskólans verða 40 börn. Ekki náðist tiltekinn lágmarksfjöldi til að hafa þriðju viku sumarskólans opna. Starfsemi sumarskólans muna fara fram í leikskólanum Vallarseli 29. júní til 10. júlí nk.
Á fundinn mættu kl. 16:30 Brynhildur Björg Jónsdóttir áheyrnafulltrúi leikskólastjóra, Jónína Margrét Sigmundsdóttir áheyrnafulltrúi foreldra og Guðríður Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna í leikskólum.
Brynhildur Björg fór yfir skráningu í sumarskólann. Skóla- og frístundaráð óskar eftir minnisblaði frá leikskólastjórum um mögulegar leiðir til að útfæra starfssemi sumarskólans og áhrif hans á starfsemi ágústmánaðar.

2.Fyrirspurn um innritun í leikskóla

1504063

Borist hefur fyrirspurn frá foreldri um innritun í leikskóla. Leitað er eftir upplýsingum er snúa að verklagsreglum um starfsemi leikskóla grein 1.3. Hvers vegna börn geta ekki innritast fyrr í leikskóla en á því ári sem þau verða tveggja ára. Einnig er leitað eftir upplýsingum um af hverju innritun fer að jafnaði fram í júní til ágúst og þá innritast öll börn sem eru á öðru ári óháð hvenær þau eru fædd á árinu.
Í verklagsreglum um starfsemi leikskóla segir að börn séu að jafnaði innrituð í júní til ágúst á því ári sem þau verða 2ja ára. Innritun yngri barna hefst þegar þau elstu útskrifast úr leikskóla. Í dag eru leikskólar Akraneskaupstaðar nánast fullsetnir. Það litla svigrúm sem er til staðar er ætlað eldri börnum sem foreldrar óska eftir að innritist í leikskóla. Skóla- og frístundaráð felur Svölu Hreinsdóttur deildarstjóra að svara málsaðila.

3.Umsókn um leikskólavist

1503113

Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs

1412138

Á fundi skóla- og frístundaráðs 3. febrúar sl. voru samþykktar reglur um Þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs. Auglýst verður nú eftir umsóknum í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til 18. maí nk.
Rafrænar umsóknir verða sendar til stjórnenda stofnana á skóla- og frístundasviði.
Brynhildur Björg, Jónína Margrét og Guðríður viku af fundi kl. 17:52.

5.Mannfjöldaspá 2015

1503092

Drög að mannfjöldaspá sem Vífill Karlsson atvinnuráðgjafi SSV vann fyrir Akraneskaupstað fyrir árin 2020-2025 lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00