Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

90. fundur 01. október 2001 kl. 15:00 - 17:30

90. fundur skipulagsnefndar Akraness verður haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 1. október 2001 kl. 15:00.

Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
 Lárus Ársælsson,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir,
 Heiðrún Janusardóttir.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Hafdís Sigurþórsdóttir ritaði fundargerð.

1. Ægisbraut, deiliskipulag.  Mál nr. SN010004
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Arkitektar Hjördís og Dennis mæta á fundinn kl. 15:00 og kynna fyrstu drög að deiliskipulagi fyrir svæði við Ægisbraut.
Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis D. Jóhannesson arkitektar mættu á fundinn og kynntu vinnu við deiliskipulagið. Hrafnkell Proppé mætti á fundinn og gerði grein fyrir fyrir göngustígum á svæðinu.

2. Garðagrund / Garðar, áfengisleyfi. (001.975.03) Mál nr. BN010107
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs varðandi endurnýjun á áfengisleyfi vegna veitingareksturs í félagsheimili golfklúbbsins.
Ekki er til staðar staðfest deiliskipulag af svæðinu.  Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna umsókn um leyfi til áfengisveitinga í félagsheimili golfklúbbsins þar sem það er ekki í ósamræmi við drög af deiliskipulagi fyrir svæðið.

3. Garðabraut 2, áfengisleyfi. (000.681.01) Mál nr. BN010105
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs varðandi umsögn um leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Skagabarnum.  Meðfylgjandi eru tilskilin gögn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna umsókn um leyfi til áfengisveitinga þar sem það samræmist gildandi deiliskipulagi.

4. Skipulagsnefnd 2002.  Mál nr. SN010042
Drög að framkvæmdaáætlun skipulagsnefndar fyrir árið 2002.
Frestað.

5. Steinsstaðaflöt 19, nýtt hús.  Mál nr. BN010104
150771-5959 Jóhann Pétur Hilmarsson, Akurgerði 21, 300 Akranesi
Byggingarreitur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna teikningu á ofangreindu húsi.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00