Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

87. fundur 04. september 2001 kl. 13:00 - 16:20

87. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 4. september 2001 kl. 13:00.

Mættir á fundi. Jóhannes Snorrason formaður,
  Lárus Ársælsson,
  Sigurlína G. Júlíusdóttir,
  Heiðrún Janusardóttir varamaður.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Fundarritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.

1. Steinsstaðaflöt 6 og 8.,   Mál nr. SN010024
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Breyting á skipulagi.
Með vísan til fundargerðar skipulagsnefndar 19. júní 2001 er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fara yfir stöðu mála með lóðarhafa.

2. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 7-8., Klasi 7-8.  Mál nr. SN010016
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Hjördís og Dennis mæta á fundinn kl. 13:30 og kynna drög að deiliskipulagi.
Hjördís og Dennis kynntu fyrstu hugmyndir að deiliskipulagi í klasa 7 og 8

3. Garðabraut 2, breyting. (000.681.01) Mál nr. SN010036
Bréf Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Sjóvá-almennar ehf. og Ægisbraut ehf. um álit nefndarinnar á fyrirhugaðri byggingu á ofangreindri lóð.  Meðfylgjandi er riss af lóðinni.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í framkomna hugmynd um byggingu allt að 3. hæða húss miðað við stækkun á lóð fram að Garðabraut og nýtingarhlutfall lóðar að hámarki 0,75.  Framkomin hugmynd kallar á breytingu á deiliskipulagi.

4. Ægisbraut, deiliskipulag.  Mál nr. SN010004
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Greinargerð íbúa í nágrenni Ægisbrautar um deiliskipulag svæðisins, ásamt meðfylgjandi undirskriftalista.
Skipulagsnefnd þakkar framkomnar ábendingar og leggur til að þær verði nýttar sem innlegg í upphaf vinnu við deiliskipulag við Ægisbraut.  Skipulagsnefnd stefnir að því að halda kynningarfund þegar fyrstu drög að deiliskipulagi liggja fyrir í október 2001.

5. Breyting á reglulegum fundartíma skipulagsnefndar
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu nefndarinnar að breyta fundartíma nefndarinnar þannig að reglulegir fundir skipulagsnefndar verði haldnir kl. 15:00 1. og 3. mánudag í hverjum mánuði.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00