Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

72. fundur 15. maí 2001 kl. 13:00 - 16:50
72. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 15. maí 2001 kl. 13:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
 Edda Agnarsdóttir,
 Lárus Ársælsson,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir,
 Guðbjartur Hannesson.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Fundarritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.
1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2001.,   Mál nr. SN000046
Drög að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir skipulagsnefnd 2001.
Vísað er til frekari vinnslu formanns og byggingar- og skipulagsfulltrúa.
2. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 1-2.  
Lagt fram tilboð Kanon arkitekta ehf., í vinnu við deiliskipulag klasa 1 og 2.  Formanni falið að ræða frekar við tilboðsgjafa.
3. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 7-8.   Mál nr. SN010016
Farið yfir næstu skref í deiliskipulagsvinnu klasa við 7-8.
Formanni skipulagsnefndar og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að fullvinna tillögu að vali á ráðgjafa til að vinna deiliskipulag við klasa 7-8.
4. Stillholt 2, breytt notkun lóðar. (000.813.01) Mál nr. BN010033
230156-2399 Eggert Guðmundsson, Fífurima 24, 112 Reykjavík.
Erindi sem frestað var á síðasta fundi skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 2 við Stillholt.
Jóhannes Snorrason vék af fundi meðan málið var rætt.  Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðað við hámarks nýtingarhlutfall lóðar verði 1,1, landnotkun verði breytt úr verslunarhúsalóð í íbúðarhúsalóð og kvöð um tvö bílasæði á lóð.  Nefndin leggur til að farið verði með breytinguna samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
5. Listi yfir lausar lóðir.   Mál nr. SN010017
Lagt fram.
6. Ægisbraut, deiliskipulag.   Mál nr. SN010004
Farið yfir næstu skref í deiliskipulagsvinnu fyrir Ægisbraut.
Formanni skipulagsnefndar og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að fullvinna tillögu að vali á ráðgjafa til að vinna deiliskipulag við Ægisbraut.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:50.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00