Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

60. fundur 05. desember 2000 kl. 13:00 - 14:50
60. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 5. desember 2000, kl. 13:00.

Mættir: Jóhannes Snorrason formaður,
Lárus Ársælsson,
Guðbjartur Hannesson,
Edda Agnarsdóttir,
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Bárugata 15, áfengisleyfi.
Bréf bæjarritara varðandi endurnýjun leyfis til áfengisveitinga frá Hreini Björnssyni, kt. 260556-2909, vegna veitingastaðarins Breiðin, Bárugötu 15, Akranesi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreint erindi þar sem það er í fullu samræmi við deiliskipulagsskilmála svæðisins.

2. Flatahverfi, klasi.
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 30. nóvember sl. varðandi umsókn Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar um úthlutun klasa í Flatahverfi. Bæjarráð tók jákvættí erindið og vísaði því til umsagnar skipulagsnefndar.
Einn af kostum rammaskipulags Flatahverfis er möguleiki á að fá byggingaraðila til samstarfs um uppbyggingu klasa í heild. Skipulagsnefnd hefur gert tillögu til fjárhagsáætlunar að á árinu 2001 verði unnið deiliskipulag klasa 7, 8 og 9. Skoðun nefndarinnar er að eðlilegt sé að auglýst verði eftir aðilum til samstarfs um uppbyggingu á 1 eða fleiri af þeim klösum. Vinna þarf skilmála sem grundvöll slíkrar auglýsingar. Nefndin tekur ekki afstöðu til framkominnar tillögu, en leggur til að hún verði tekin til umfjöllunar ásamt öðrum tillögum sem fram kæmu.

3. Flatahverfi.
Bréf skipulagsstofnunar dags. 1. desember sl. varðandi athugasemdir stofnunarinnar á skipulagi Flatahverfis klasa 3 og 4.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að fara sem fyrst yfir framkomnar athugasemdir skipulagsstofnunar með skipulagshöfundi og fulltrúa skipulagsstofnunar.

4. Umhverfisnefnd.
Bréf umhverfisnefndar dags. 15. nóvember sl. varðandi sameiginlegan fund nefndanna.
Skipulagsnefnd leggur til að nefndirnar komi saman þann 19. desember nk. kl. 13:00.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00