Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

333. fundur 15. september 2025 kl. 17:00 - 21:02 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Elínarvegur 3 - Umsókn um byggingarleyfi

2506103

Framkvæmdastjóri N1 Magnús Hafliðson kemur á fundinn og fer yfir fyrirhugaða uppbyggingu á Elínarvegi 3.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Magnúsi fyrir greinagóða kynningu á fyrirhugaðri starfsemi á Elínarvegi, nýrri stöð N1 á Akranesi. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Magnús Hafliðason víkur af fundi.

2.Garðyrkjustjóri 2025

2509078

Verkefni garðyrkjustjóra sumarið 2025, farið yfir verkefni sumarsins.

Jón Arnar Sverrisson situr fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar garðyrkjustjóra fyrir vel unnin verk í sumar.

3.Vinnuskólinn 2025

2501137

Skýrsla Vinnuskólans 2025 lögð fram.

Undir þessum lið situr Jón Hjörvar Valgarðsson og Jón Arnar Sverrisson.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir greinagóða samantekt á störfum og stöðu vinnuskólans 2025. Jafnframt vísar ráðið málinu til kynningar í Skóla- og frístundarráði og Ungmennaráði. Óskað er eftir endurgjöf á tillögum til breytinga á vinnuskólanum.

Gestir víkja af fundi: Jón Hjörvar Valgarðsson og Jón Arnar Sverrisson.

4.Grundaskóli - lausar kennslustofur (gámar)

2502156

Yfirferð á sölu á gámalengjum við Grundaskóla.

Tilboð eru komin í þrjár lengjur af fjórum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir sölu á gámum og felur verkefnastjóra að ganga frá málinu.

5.Breyting á aðalskipulagi vegna Innnesvegar 1 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2508045

Á fundi bæjarstjórnar þann 9. september 2025 var málinu vísað að nýju til skipulags- og umhverfisráðs og ráðinu falið að afla lögfræðiálits vegna þeirra álitaefna sem rakin voru í umræðum um málið.

Gögn málsins ásamt minnispunktum ytri ráðgjafa lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir á ný að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytingu vegna Innnesvegar 1, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 3:0

6.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6, Innnesvegur 1, Breyting - umsókn til Skipulagsfulltrúa

2308168

Á fundi bæjarstjórnar þann 9. september 2025 var málinu vísað að nýju til skipulags- og umhverfisráðs og ráðinu falið að afla lögfræðiálits vegna þeirra álitaefna sem rakin voru í umræðum um málið.

Gögn málsins ásamt minnispunktum ytri ráðgjafa lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir á ný framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt ásamt greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið.

Samþykkt 3:0

7.Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreit - Kirkjubraut

2502159

Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreits, drög að nýju deiliskipulagi Kirkjubrautar lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa og málið kynnt.

8.Breyting á deiliskipulagi Stofnanareits - Kirkjubraut

2502160

Breyting á deiliskipulagi Stofnanareits, drög að nýju deiliskipulagi Kirkjubrautar lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa og málið kynnt.

9.Breyting á deiliskipulagi Arnardalsreits - Kirkjubraut

2502162

Breyting á deiliskipulagi Arnardalsreits, drög að nýju deiliskipulagi Kirkjubrautar lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa og málið kynnt.

10.Breyting á deiliskipulagi Miðbæjarreits - Kirkjubraut

2502163

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldin verði kynningarfundur fyrir íbúa og málið kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa og málið kynnt.

11.Nýtt deiliskipulag Kirkjubraut

2502161

Hönnuðir frá Studio Jæja lögðu fram drög að nýju deiliskipulagi Kirkjubrautar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa og málið kynnt.

12.Dalbraut 4 - Skipulag og umhverfi

2509073

Erindi frá húsfélaginu á Dalbraut 4 um breytingu á eignaskiptayfirlýsingu vegna bílastæða á lóð. Óskað er eftir að íbúar á Dalbraut 4 fái 10 bílastæði á lóð sem tilheyra jarðhæð Dalbraut 4.

Einnig er gerð athugasemd varðandi bílastæðavanda milli Dalbrautar 4 og Dalbrautar 6. Jafnframt er fyrirspurn um stöðu á skipulagi Dalbrautar 2 og Stillholts 23.
Skipulags- og umhverfisráð tekur neikvætt í að breyta bílastæðafyrirkomulagi á Dalbraut 4. Hins vegar verði brýnt fyrir starfsfólki Akraneskaupstaðar fyrirkomulag bílastæða við húsið.
Varðandi Dalbraut 6 þá er bílgeymslan ónothæf þar sem öryggisúttekt hefur ekki farið fram og hefur byggingarfulltrúa verið falið að hafa samband við húseiganda á Dalbraut 6 vegna málsins.
Staðan á skipulagi fyrir Dalbraut 2 og Stillholt 23 er á byrjunarstigi. Skipulagslýsing var auglýst og annað hefur ekki verið gert í málinu. Þær athugasemdir sem berast með skipulagslýsingu er ekki svarað heldur eru þær teknar til skoðunar í hönnun skipulagsins. Ef málið mun halda áfram mun íbúum gefast tækifæri á að koma athugasemdum sínum á framfæri með hefðbundnum hætti skv. skipulagslögum.
Varðandi aðrar ábendingar í erindinu ráðleggur ráðið að þær verði teknar upp með húsfélaginu.

13.Suðurgata 50a - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2508153

Umsókn til skipulagsfulltrúa vegna breytinga á tvíbýlishúsi við Suðurgötu 50A, núverandi gildandi teikningar eru með tveimur fastanúmerum og einni leigueign. Sótt er um breytingar à húsnæði þannig að úr verði 4 íbúðir.
Skipulags- og umhverfisráð tekur neikvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu.

14.Suðurgata 18 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2509020

Umsókn um að stækka lóð að Suðurgötu 18. Sótt er um stækkun lóðar í suður, í átt að Akursbraut, lóðin er í dag 441,5 fm og verður eftir stækkun 475,9fm.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt skal fyrir Suðurgötu 16 og 20.

15.Smiðjuvellir 15 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2508001

Umsókn lóðarhafa Smiðjuvalla 15 um stækkun á lóð í átt að Akranesvegi. Samkvæmt uppdrætti frá Ask Arkitektum dagsettum 05.09.25 felst að núverandi lóð er 11.351,7 fm en verður 12.233,2fm, heildarstækkun nemur 871,5fm til norðurs. Bílastæðum fjölgar um 40 á lóð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt skal fyrir Smiðjuvöllum 9 og 17.
Lóðarhafi ber allan kostnað af breytingunni.

16.Skólabraut 26 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2506057

Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa frá Heimi Bergmann fyrir hönd Eignaberg ehf. um að breyta verslunarhúsnæði á jarðhæð Skólabrautar 26 í íbúð. Óskað var eftir að Skipulags- og umhverfisráð myndi taka málið aftur upp.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu. Ekki verði leyfilegt að breyta skrifstofu- og verslunarrými í íbúð á reit M-116 skv. Aðalskipulag Akraness 2021-2033 og vísar í fyrri bókun ráðsins um málið.
Jafnframt vill ráðið koma því á framfæri að breytingar á innra skipulagi hússins krefjast byggingarheimildar.

17.Æðaroddi 27 - samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar vegna smáhýsis

2509100

Eigendur að Æðarodda 27 óska eftir samþykki Akraneskaupstaðar um að staðsetja smáhýsi á lóð sinni þannig að liggi að lóðarmörkum.

Samþykki liggur fyrir frá lóðarhafa á Æðarodda 25 og frá Hestamannafélaginu Dreyra.
Skipulags- og umhverfsráð heimilar staðsetningu smáhýsis.

Fundi slitið - kl. 21:02.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00