Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

225. fundur 10. janúar 2022 kl. 16:15 - 16:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Innnesvegur - yfirfærsla veghalds frá Vegagerðinni

2112122

Samkomulag við Vegagerðina lagt fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Skipulags- og umhverfisráð ítrekar mikilvægi þess að fylgja eftir fyrirvörum Akraneskaupstaðar við samninginn sem tilgreindir eru í 7. grein, að sóttur verði réttur Akraneskaupstaðar til ríkisins vegna aukins rekstrarkostnaðar og þess að vegi er ekki skilað í fullnægjandi ástandi m.t.t. þess að um veg í þéttbýli er að ræða.

2.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3C - nýtt skipulag

2104261

Lögð fram greinargerð vegna athugasemda við auglýst deiliskipulag.
Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð sviðsstjóra verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugasemda sem bárust við deiliskipulagið.

3.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 5 - nýtt skipulag

2104262

Lögð fram greinargerð vegna athugasemda við auglýst deiliskipulag.
Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð sviðsstjóra verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugasemda sem bárust við deiliskipulagið.

4.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áfangi - Baugalundur 24 breyting

2111071

Breyting á deiliskipulagi fellst í að stækka byggingarreit um 1,4 m í austur að opnu svæði og hækka nýtingarhlutfall úr 0,35 í 0,40.
Erindið var grenndarkynnt frá 26. nóvember til og með 25. desember 2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 16:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00