Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

161. fundur 23. júní 2020 kl. 08:00 - 12:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Nýr leikskóli- Skógarhverfi

1910064

Staða undirbúnings fyrir byggingu nýs leikskóla.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jóni Ólafi Jónssyni arkitekt fyrir góða kynningu.
Skipulags- og umhverfisráð mælir með áframhaldandi hönnun á þeim forsendum sem voru kynntar á fundinum. Óskað er eftir drögum að kostnaðarmati á þeim hugmyndum.

2.Hjólabærinn Akranes - BS verkefni

2006229

Kynning Ásu Katrínar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ásu Katrínu góða kynningu á verkefni sínu Hjólabærinn Akranes. Hugmyndir úr því mun án efa nýtast Akraneskaupstað við frekari útfærslu hjóla- og göngustíga í bæjarfélaginu.

3.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Sindri Birgisson, umhverfisstjóri, situr fundinn undir þessum lið.
Farið er yfir stöðu Umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar bæjarráði, velferðar- og mannréttindaráði, skóla- og frístundaráði, öldungaráði, ungmennaráði og starfshóp um heilsueflandi samfélag veitta umsögn við Umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.

Skipulags- og umhverfisráð felur Sindra Birgissyni, umhverfisstjóra, að vinna málið áfram.

4.Endurhönnun grunnskólalóða.

2006227

Kynning á endurhönnun Brekkubæjarskólalóðar og svæðis umhverfis íþróttahúss á Vesturgötu.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri fór yfir stöðu hönnunar á endurhönnun grunnskólalóða á Akranesi. Fyrir liggur tillaga að 1. áfanga framkvæmda á Brekkubæjarskólalóð sem felast m.a. í körfuboltavöllum og nýjum leiksvæðum.

5.Langisandur, Guðlaug, Sólmundarhöfði - Útivistarsvæði, hönnun, skipulag og framkvæmdir

1903467

Tillaga um framkvæmd að hugmyndasamkeppni vegna Langsands, Guðlaugar og Sólmundarhöfða.
Helena Guttormsdóttir og Sindri Birgisson umhverfisstjóri kynntu hugmyndir um forval vegna hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langsandssvæðis.

6.Deiliskipulag Stofnanareits - Stillholt 9

2001272

Greinargerð vegna athugasemd sem bárust við breytingu á deiliskipulaginu, lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir meðfylgjandi greinargerð sem inniheldur svör við þær athugasemdir sem bárust við grenndarkynninguna.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

7.Jaðarsbakkar - hönnun

2006228

Farið yfir verkefnið.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri og Ívar Pálsson lögmaður fór yfir hönnunarmál er varðar uppbyggingu 1. áfanga við Jaðarsbakka.

8.Flóahverfi - framkvæmdir

1903009

Tilboð í gatnahönnun.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Skóflan hf. kr. 72.912.000
Jarðbrú ehf. kr. 89.632.900
Þróttur ehf. kr. 59.349.050
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf. kr. 69.997.115

Kostnaðaráætlun verkkaupa kr. 64.561.600

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að samið skuli við lægstbjóðanda. Veitur eru aðilar verks og hafa samþykkt sinn hluta fyrir sitt leyti.

9.Fjöliðjan

1910179

Starfshópur um Fjöliðjuna hefur lokið störfum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði sameiginlegur fundur með velferðar- og mannréttindaráði, þar sem farið yrði yfir tillögur vinnuhóps.

10.Fimleikahús - búnaður

1907028

Erindi frá Fimleikafélagi Akraness.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið um kaup á hluta af lausum fimleikabúnaði og felur Karli J Haagensen verkefnisstjóra að taka upp viðræður við Fimleikafélagið varðandi málið.

Fundi slitið - kl. 12:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00