Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

150. fundur 06. apríl 2020 kl. 08:15 - 12:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Gangstéttar 2020

2004019

Tilboð voru opnuð í gangstéttar 2. apríl 2020.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Bergþór ehf. kr. 24.912.500
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar kr. 24.363.300
Skóflan hf. kr. 18.986.000
Hellur og lagnir ehf. kr. 21.146.900
Hús og fasteignaviðhald ehf. kr. 19.995.670
GP vélar ehf. kr. 16.991.650
Kostnaðaráætlun kr. 21.847.000

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

2.Götuviðhald 2020

2004020

Tilboð voru opnuð í götuviðhald 2. apríl 2020.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Skóflan hf. kr. 46.686.000
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf. kr. 70.628.000
Þróttur ehf kr. 62.087.500
Kostnaðaráætlun kr. 59.850.000

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

3.Viðhald fasteigna

2004027

Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss og Jón Ólafsson verkefnastjóri fóru yfir fyrirhuguð viðhaldsverkefni stofnanna Akraneskaupstaðar á árinu 2020. Skipulags- og umhverfisráð þakkar þeim kynninguna og felur þeim að vinna málið áfram.

4.Fjöliðjan

1910179

Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarráðs að stofnaður verði vinnuhópur um viðhald og stækkun húss Fjöliðjunnar við Dalbraut 10.

5.Deiliskipulag Sementsreits - breyting

2004030

Við hönnun á endurgerð Faxabrautar liggur fyrir að hækka þarf núverandi götu um allt að 2 metra. Með þessari hækkun, er gengið lengra en í núverandi deiliskipulagi til að mæta hækkandi sjávarstöðu varðandi byggð innan við götuna. Með breytingunni færist göngustígur úr grjótvörn og til hliðar við götu.

Skipulags- og umhverfisráð liggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt með vísan til 3. mgr. 43. gr, Skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Faxabraut Akranesvegur 509 - framkvæmdaleyfi

2004026

Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Faxabraut (Akranesveg509).
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir að endurgera 800m kafla Faxabrautar. Framkvæmdin felur í sér gerð grjótvarnar meðfram Faxabraut, endurbyggingu á núverandi vegi og lagnavinnu.

7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023

1912062

Samstarf Akraneskaupstaðar við húsnæðissjálfseignarstofnanirnar Bjarg og Leigufélag aldraðra um uppbyggingu húsnæðis á Akranesi með stofnframlagi Akraneskaupstaðar.

Um er að ræða uppbyggingu á:
1. Asparskógum nr. 11 og nr. 17 - í samstarfi við Bjarg íbúðafélag hses.
2. Dalbraut nr. 6 - í samstarfi við Leigufélag aldraðra hses.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins vegna þessara verkefna og gerir ekki athugasemdir við úthlutun lóðanna við Asparskóga nr. 11 og nr. 17 og við Dalbraut nr. 6 og vísar málinu til bæjarráðs. Samþykki ráðsins er bundið skilyrði um stofnframlagsúthlutun frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

8.Jörundarholt 224 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2003175

Umsókn um viðbyggingu við húsið, þ.e. lengja húsið um 1,0 m til austurs.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum við Garðavöll 1, Jörundarholt 222 og 226.

9.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áf - Asparskógar 6

2003197

Umsókn um breytingu á byggingarmagni á lóð nr. 6 við Asparskóga. Breytingin felur í sér að lækka húsið úr þremur hæðum í tvær, fækka íbúðum úr þrettán í 8. Stækka byggingarreit þ.e. breikka hann úr 11,0 m í 12,5 m. Fækka bílastæðum sbr. fækkun íbúða.
Fyrir liggur álit skipulagshöfundar um erindið. Sviðsstjóra er falið að ræða erindið frekar við umsækjanda á grunni þess svars sem liggur fyrir frá skipulagshöfundi.

10.Flóahverfi - uppbygging

1904131

Til að örva frekari uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Flóahverfi leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarráð að skoðað verið með ívilnanir á gatnagerðargjöldum í formi greiðslufrests.

11.Fyrirspurn lóð undir N1 (Þjóðbraut 9, Þjóðbraut 11 og Dalbraut 14)

1903262

Sigurður Páll Harðarson sviðstjóri fór yfir stöðu málsins.

12.Baugalundur 4 - Umsókn um byggingarleyfi

2003114

Ósk lóðarhafa um að færa bindandi byggingarlínu fjær götu um 1,3 m. Einnig er óskað eftir að færa bílastæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynna skipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum við Baugalund 2, 6 og Blómalund 1 og 3, þegar viðeigandi gögn hafa borist.

Fundi slitið - kl. 12:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00