Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

146. fundur 09. mars 2020 kl. 13:00 - 15:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Ragnheiður Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Dalbraut 4 - athugasemdir FEBAN vegna hönnunar félagsrýmis

2001289

Karl Haagensen verkefnastjóri og Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss sátu undir þessum dagskrárlið.

Lagt var fram minnisblað með svörum vegna athugsemdum frá Feban er varðar hönnun á þjónusturými á Dalbraut 4. Skipulags-og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi svör og leggur til við bæjarráð að minnisblað verði haft til hliðsjónar varðandi endanlega hönnun rýmisins.

2.Guðlaug, heit laug - starfsleyfi o.fl.

1612106

Sturtuaðstaða við Guðlaugu.
Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldshúss, fór yfir möguleika á sturtuaðstöðu við Guðlaugu á Langasandi.
Alfreð Alfreðsson og Karl Jóhann Haagensen véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.

3.Tjaldsvæði í Kalmansvík 2020

2003067

Sindri Birgisson tók sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið.

Sindri Birgisson umhverfisstjóri fór yfir framkvæmd til að drena tjaldsvæðið á Akranesi.

4.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Sindri Birgisson umhverfisstjóri kynnti fyrirliggjandi umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftr umsögn eftirfarandi ráða á fyrirliggjandi stefnu:

Skóla- og frístundaráð, velferðaráð, bæjarráð, ungmennaráð, öldungaráð og starfshóp um heilsueflandi samfélag.
Í framhaldinu verður stefnan kynnt á sameiginlegum fundi bæjarstjórnar og viðkomandi ráða.

Sindri Birgisson vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

5.Sunnubraut - einstefna

1912175

Niðurstað úr könnun um vilja íbúa vegna einstefnu við Sunnubraut.
Sigurður Páll Harðarson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Jón Ólafsson verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fyrir liggur skoðunarkönnun á vilja íbúa í nágrenninu varðandi það að setja einstefnu á Sunnubraut.
Ljóst er að skiptar skoðanir íbúa eru á þessari ráðstöfun, um helmingur íbúa sem fengu bréf varðandi málið veitti umsögn.

Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu.

Jón Ólafsson vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

6.Nýlendureitur - Melteigur 11, breyting á samkomulagi

2002004

Beiðni forsvarsmanns Kala ehf. um endurupptöku/endurgerð samkomulags frá árinu 2015 um Nýlendureit (milli Suðurgötu og Sóleyjargötu).
Málið kynnt.

7.Bárugata 19 viðbygging - umsókn um byggingarleyfi

1811020

Stækkun húss til suðurs.
Grenndarkynningu óskað.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum við Bárugötu 17 og 21 og lóðahafa við Vesturgötu 14.

8.Asparskógar 13 - umsókn um byggingarleyfi

2002088

Óskað er eftir að lækka gólfkóta fjölbýlishúss að Asparskógum 13, um 20cm.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lækkun gólfkóta um 20cm. Með breytingu verður hæð húss yfir landhæð 30cm. Í deiliskipulagi Skógarhverfis, 1.áfanga í grein 4.3.3 er kveðið á um að hæð húsa yfir landhæð sé að lágmarki 50cm.

Breyting á deiliskipulagi vegna þessarar breytingar skal vera skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Deiliskipulag Smiðjuvalla - Smiðjuvellir 12-14-16-18-20-22

1805071

Samþykkt var í bæjarstjórn 14. maí 2019 deiliskipulag Smiðjuvalla vegna lóðanna við Smiðjuvelli 12-14-16-18-20 og 22. Tillagan var auglýst frá 5. mars til og með 28. apríl 2019, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lagfæringar verði gerðar á deiliskipulaginu sem felast í að breyta lóðarmörkum á horni Smiðjuvalla og Þjóðbautar, vegna mögulegs hringtorgs. Stærð lóðar er leiðrétt. Ennfremur hefur uppdráttur og greinargerð verið lagfærð vegna ábendinga Skipulagsstofnunar frá 31. maí 2019. Lagfæringar eiga ekki við efnisatriði deiliskipulagins eða hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar.

10.Deiliskipulag - Garðabraut 1

1911181

Lögð fram skipulagslýsing vegna lóðar við Garðabraut 1.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send umsagnaraðilum og auglýst til kynningar samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin tekur til áforma um deiliskipulag lóðarinnar við Garðabraut 1.

11.Merkurteigur 4 - viðbót við eignalóð lóðaleigusamningur

2001064

Drög að lóðarleigusamningi
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um afnot lóðarhafa við Merkurteig 4 af lóð við Merkurteig 4A.

12.Gjaldskrá - gatnagerðagjöld 2020.

2003037

Endurskoðun á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld.
Lögð fram drög að breytingu á gatnagerðargjöldum.

13.Sorpmál - starfshópur

2001149

Erindisbréf.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf starfshóps um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á Akranesi. Erindsbréfinu er vísað til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00