Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

100. fundur 14. janúar 2019 kl. 08:15 - 12:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Sviðsstjóri var í símasambandi á fundinum.

1.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur mætir á fundinn.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Stefáni Gíslasyni og Sindra Birgissyni umhverfisstjóra góða kynningu. Umhverfisstjóra falið að halda áfram að vinna að mótun umhverfisstefnu í samræmi við umræður á fundinum.

2.Laugarbraut 6 Bjarnalaug - framkvæmdir

1901202

Alfreð Þór Alfreðsson fer yfir framkvæmdir í Bjarnalaug.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Alfreði Þór Alfreðssyni góða yfirferð um framkvæmdir við Bjarnalaug. Jafnframt leggur ráðið áherslu á að framkvæmdir vegna þaks verði flýtt eins og kostur er.

3.Fimleikahús framkvæmdir

1901204

Karl Jóhann Haagensen kynnir framkvæmdir við fimleikahúsið.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Karli Jóhanni Haagensen verkefnastjóra góða yfirferð á stöðu framkvæmda við fimleikahúsið.

4.Ísland ljóstengt 2017 - ljósleiðari

1701350

Drög að samningi við Mílu lagður fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Mílu vegna vinnu við ljósleiðara fyrir ofan þéttbýli Akraneskaupstaðar.

5.Vatnasvæðanefnd - tilnefning fulltrúa í nefndina

1812183

Beiðni Umhverfisstofnunar um að Akraneskaupstaður tilnefni fulltrúa sveitafélagsins vatnasvæðanefnd.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að tilnefna Sindra Birgisson sem fulltrúa Akraneskaupstaðar í vatnasvæðanefnd.

6.Matarvagn - fyrirspurn til byggingarfulltrúa

1812053

Umsókn um matarvagn við Jaðarsbakka.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Stefáni Þór Steindórssyni byggingafulltrúa góða kynningu á málinu. Byggingafulltrúa er falið að vinna málið áfram í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum.

7.Sementsreitur - uppbygging

1901196

Sviðsstjóri fór yfir mismunandi kosti varðandi uppbyggingu á Sementsreitnum. Skipulags- og umhverfisráð telur mikilvægt að fyrir liggi sem fyrst ákvarðanataka um með hvaða hætti verði staðið að uppbyggingu svæðisins. Ennfremur að fyrir liggi aðkoma ríkisins vegna Faxabrautar þ.e. grjótvörn og uppbyggingar á henni.

8.Aðalskipulag Skógarhverfi - breyting

1901203

Breyting á aðalskipulagi Akraness vegna 3. og 4. áfanga Skógarhverfis, deiliskipulagsbreytingar ná til 3. og 4. áfanga Skógarhverfis.
Lögð fram skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi 3. og 4. áfanga í Skógarhverfi. ásamt deiliskipulagsbreytingu í Skógarhverfi 3. og 4. áfanga. Breytingin nær til svæða Íb-13B íbúðarbyggð og O-09 og O-12 opin svæði til sérstakra nota.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00