Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

60. fundur 18. apríl 2017 kl. 16:15 - 18:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sindri Birgisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Aðalsk. Sementsreitur - breyting

1701210

Lögð var fram tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félaga ehf., dags. 30. mars 2017, að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þar sem gert er ráð fyrir breyttri landnotkun á Sementsreit.

Lýsing vegna breytingarinnar var kynnt í febrúar 2017 og haldinn um hana almennur kynningarfundur 16. febrúar. Nokkrar umsagnir bárust og var tekið mið af þeim við frágang breytingartillögunnar eftir því sem við átti.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst til kynningar í samræmi við, 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða tillögum að breyttu deiliskipulagi svæðisins.



2.Deilisk. - Sementsreitur

1604011

Lögð var fram tillaga Ask arkitekta, dags. 31. mars 2017, að nýju deiliskipulagi fyrir svokallaðan sementsreit ásamt greinargerð, húsakönnun og öðrum skýringargögnum.

Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags á Sementsreit var kynnt í febrúar 2017 og haldinn um hana almennur kynningarfundur 16. febrúar. Á kynningarfundi var jafnframt farið yfir drög að nýju deiliskipulagi við Sementsreit.

Nýtt deiliskipulag tekur yfir hluta deiliskipulags Akraneshafnar sbr. deiliskipulagsuppdrátt sem staðfestur var af félagsmálaráðherra þann 13.október 1987. Skipulagsmörkum í því deiliskipulagi verður breytt til samræmis við nýtt deiliskipulag við Sementsreit.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan, ásamt breytingu á deiliskipulagi sem staðfest var af félagsmálaráðherra þann 13. október 1987, þar sem skipulagssvæði þess er minnkað um sama svæði og fellur undir hið nýja skipulag, verði auglýstar samhliða til kynningar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deilisk.br. - Akraneshöfn

1704025

Skipulags-og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsmörkum á deiliskipulagi Akraneshöfn sem staðfest var af félagsmálaráðherra þann 13. október 1987 verði breytt til samræmis við nýtt deiliskipulag Sementsreits.

Málsmeðferð deiliskipulagsbreytingar skal vera skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Reglur um aukabílastæði á lóð

1703210

Byggingarfulltrúi kynnir tillögur að reglum.
Málið kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00