Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

17. fundur 03. september 2015 kl. 16:00 - 17:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Höfðagrund 9- byggingarleyfi sólstofa

1508111

Umsókn Kristínar Magnúsdóttur um viðbyggingu við Höfðagrund 9.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að farið verði í uppfærslu á skipulagi á Sólmundarhöfða.

2.Blómalundur 2-4, sækja um breytingu á byggingarreit

1508371

Erindi Halldórs Stefánsson fh. Trésmiðjunnar Akurs ehf um heimild til að færa byggingarreit 1,5 m fjær lóðamörkum við götu, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt samkvæmt 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deilisk. - Dalbraut-Þjóðbraut, Dalbraut 6

1405059

Skipulag endurskoðað m.a. með tilliti nýtingarhlutfalls svæðisins.
Kynntar voru hugmyndir að breyttu deiliskipulagi. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fram hugmyndir að breyttu skipulagi á næstu fundi ráðsins í takt við umræður á fundinum.

4.Kirkjubraut 1 - fyrirspurn að byggja ofan á húsið

1508022

Fyrirspurn Ingólfs Árnasonar um breytingu á Kirkjubraut 1 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Einar Brandsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.

5.Umsögn vegna ökutækjaleigu

1508430

Bréf Samgöngustofu dags. 28. ágúst 2015 varðandi umsögn um ökutækjaleigu.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að heimiluð verði ökutækjaleiga við Akursbraut 11. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna erindisins.

6.Kirkjubraut 33, eignaskiptayfirl. endurnýjun lóðaleigusamnings.

1408071

Skipulags- og byggingarfulltrúi fer yfir stöðu málsins.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna áfram með málið í takt við umræður á fundinum.

7.Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála og tengd þjónustugjöld 2015

1508082

Gjaldskrá lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarmála og vísar henni til samþykktar hjá bæjarstjórn.

8.Framkvæmdaáætlun 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411071

Beiðni bæjarráðs um tillögu skipulags- og umhverfisráðs um breytingar á framkvæmdaáætlun 2015. Áhersla er lögð á að fá kostnaðarmat á framkvæmdum við Jaðarsbakkalaug.
Drög að endurskoðaðri framkvæmdaáætlun 2015 lögð fram. Sviðsstjóra falið að vinna hana áfram fram að næsta fundi.

9.Skipulags- og umhverfissvið - fjárhagsáætlun 2016

1506064

Fyrstu drög að starfsáætlun 2016 kynnt.
Sviðsstjóra falið að vinna áfram að starfsáætlun sviðins fyrir árið 2016 í takt við umræður á fundinum.

10.Vesturgata 141, endurnýjun lóðaleigusamnings

1508345

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00