Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

14. fundur 22. júlí 2015 kl. 09:00 - 11:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karitas Jónsdóttir varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Leiksvæði í Skógarhverfi

1504136

Kynning á hugmyndum fyrir hverfisgarð
Garðyrkjustjóri fór yfir hugmyndir að hverfisgarði. Garðyrkjustjóra er falið að ræða ofangreindar hugmyndir við hverfisráð í Skógarhverfi 1.

2.Breiðin - umhverfismál o.fl.

1304196

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið Breiðin Akranesi:

Skóflan ehf: kr. 23.995.000
Þróttur ehf: kr. 27.433.300

Kostnaðaráætlun: kr. 14.740.280

Skipulags-og umhverfisráð hafnar báðum tilboðum í verkið. Ráðið leggur til að verkið verði boðið út að nýju
í samræmi við þær breytingar á verkinu sem fram komu í umræðum á fundinum.

3.Skipulags- og umhverfissvið - fjárhagsáætlun 2016,

1506064

Skipulags- og umhverfisráð endurskoðar starfsáætlun sviðsins í tengslum við fjárhagsáætlun 2016.

4.Fjárhagsáætlun 2015 umhverfis- og framkvæmdasviðs

1410116

Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda samkvæmt fjárhagsáætlun 2015.

5.Deilisk.- Breiðarsvæði, Hafnarbraut 3

1504140

Grenndarkynnt var samkvæmt 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum húsa við Suðurgötu 10, 16, 17, 18 og 19 og eigendum húsa við Háteig 10, 12, 14 og 16. Sameiginlegar athugsemdir bárust frá íbúum við Háteig 10, 12, 14 og 16, Suðurgötu 19, 16 og 17. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa, þar sem ofangreindum athugasemdum er svarað. Lagt er til við bæjarstjórn að grenndarkynningin verði samþykkt og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.

6.deilis. krókatún-vesturgata

1507088

Skipulags og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að heimila umsækjanda að leggja fram deiliskipulagsbreytingu samkvæmt 1 mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Kirkjubraut 2 - umsókn um styrk

1506165

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu á þeim forsendum að umsóknarfrestur var liðinn.

8.Viðhald fasteigna - úthlutun 2015

1503230

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu á þeim forsendum að umsóknarfrestur var liðinn.

9.Deilisk.- Breiðarsvæði - Breiðargata 8B

1401204

Staða máls kynnt.

10.Reglur um úthlutun lóða

1507056

Lagt fram.

11.Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald og stofngjald fráveitu

1506168

Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða breytingar á nýtingarhlutfalli einbýlishúsalóða í Skógarhverfi 2.

12.Landamerki Ytri Hólms og Akraneskaupstaðar

1507059

Lagt fram.

13.Útboð á ræstingu 2015

1501341

Skipulags-og umhverfisráð samþykkir að setja af stað útboðsferli vegna ræstinga skv. fyrirliggjandi útboðsgögnum. Útboðið verður auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.

14.Strætisvagn Akraness - útboð 2015

1409020

Skipulags-og umhverfisráð samþykkir að setja af stað útboðsferli vegna aksturs strætisvagns skv. fyrirliggjandi útboðsgögnum. Útboðið verður auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.

15.Sorphirða á Akranesi

1501114

Staða málsins kynnt.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00