Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

29. fundur 16. ágúst 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Sorphirða

903109

Jón Þórir Frantzson og Birgir Kristjánsson kynntu breytingu sem gerð verður á sorphirðu.

2.Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar

1007061

Tölvupóstur Hjördísar Garðarsdóttur dags. 15. júlí 2010.

Nefndin þakkar Hjördísi fyrir ábendinguna og mun nefndin taka hana til athugunar.

3.Tjaldsvæðið í Kalmansvík

810044

Deiliskipulagstillaga um nýtt tjaldsvæði við Kalmansvík var auglýst skv. 1. mgr. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur var til og með 20 júlí 2010. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

4.Garðavöllur - deiliskipulag

1004121

Deiliskipulagstillag Garðavallar var auglýst skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Athugasemdafrestur var til og með 20. júlí 2010.
Athugasemdir bárust frá Karli Inga Sveinssyni og Sigrúnu Vigdísi Gylfadóttur dags. 19. júlí 2010.

Umsögn framkvæmdastjóra var lögð fram á fundinum.

5.Hafnar- og Breiðarsvæði, deiliskipulag

1003080

Deiliskipulagsbreyting vegna lóða við Faxabraut 1,3 og 5 var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur var til og með 7. júlí 2010. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

6.Suðurgata 126 - lóðamál

1007068

Tölvupóstur Hákons Svavarssonar fasteignasala hjá Valfelli f.h. Sigurðar V. Haraldssonar og Bjarneyjar Þ. Jóhannesdóttur um sameiningu lóða við Suðurgötu 126 og 126A.

Nefndin fól framkvæmdastjóra að afla nánari upplýsinga frá umsækjendum.

7.Þjóðbraut 1 - aðgengismál

910098

Bréf Guðlaugs Ketilssonar dags. 16. júlí 2010 og bréf Sveinbjörns Sveinbjörnssonar dags. 11. ágúst 2010.

Formanni nefndarinnar og framkvæmdastjóra falið að ræða við bréfritara.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00