Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

51. fundur 18. júlí 2011 kl. 16:00 - 17:20 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Magnús Guðmundsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Byggingarreglugerð - umsögn

1106021

Bréf umhverfisráðuneytisins dags. 30. júní 2011, þar sem óskað er umsagnar á drögum að nýrri byggingarreglugerð. Umsagnir þurfa að berast fyrir 15. ágúst n.k.

Afgreiðslu frestað.

2.Skipulagsreglugerð - umsögn

1107063

Bréf umhverfisráðuneytisins dags. 4. júlí 2011 þar sem óskað er umsagnar á drögum að nýrri skipulagsreglugerð. Umsagnir þurfa að berast fyrir 15. ágúst n.k.

Afgreiðslu frestað.

3.Framkvæmdaleyfi - umsögn

1106082

Bréf umhverfisráðuneytisins dags. 3. júní 2011, þar sem óskað er umsagnar á drögum að nýrri reglugerð um framkvæmdaleyfi. Umsagnir þurfa að berast fyrir 15. ágúst n.k.

Afgreiðslu frestað.

4.Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2011

1106087

Bréf umhverfisráðherra dags. 3. júní 2011 vegna "Dags íslenskrar náttúru" sem verður 16. september 2011.

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar þessari kynningu til afgreiðslu í bæjarráði með ósk um að nánari útfærsla á "Degi íslenskrar náttúru" verði unnin hjá þeim stofnunum bæjarins sem við á.

5.Umhverfisþing VII - 14. október 2011.

1107007

Bréf umhverfisráðherra mótt. 4. júlí s.l. vegna ársfundar Umhverfisstofnunar sem haldinn verður 14. október 2011 á Hótel Selfossi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framkvæmdastjóri og þeir fulltrúar nefndarinnar sem hafa kost á sæki þingið.

6.Útbreiðsla lúpínu og fleiri tegunda í bæjarlandinu.

1107086

Tillaga framkvæmdarstjóra og garðyrkjustjóra um stefnmörkun varðandi útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils í bæjarlandinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í tillögu Þorvaldar Vestmann framkvæmdastjóra og Írisar Reynisdóttur garðyrkjustjóra frá 30. júní 2011 um að mörkuð verði stefna varðandi útbreiðslu lúpínu, kerfils og óæskilegs illgresis í bæjarlandi Akraness. Nefndin leggur til að starfshópur um endurskoðun umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar fái tillöguna til umfjöllunar.

7.Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar

1007061

Undirbúningur vegna tilnefninga til umhverfisverðlauna fyrir árið 2011.
Nefndin hvetur íbúa og starfsmenn bæjarins til að koma með ábendingar um lóðir, garða og svæði í bæjarlandinu sem eru til fyrirmyndar. Ábendingar skulu berast í þjónustuver kaupstaðarins að Stillholti 16-18 eða á netfangið, akranes@akranes.is, merkt "Umhverfisverðlaun 2011" fyrir lok júlímánaðar.

8.Hjólreiðastígar

1107093

Tölvupóstur og tillögur Haraldar Bjarnasonar dags. 11.7.2011

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindi bréfritara um að leggja sérstaka áherslu á hjólreiðar á Akranesi. Þar sem nú er unnið að endurskoðun Aðalskipulags og umhverfisstefnu bæjarins leggur nefndin til að hugmyndir bréfritara verði teknar inn í þá vinnu.

Fundi slitið - kl. 17:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00