Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

12. fundur 30. október 2006 kl. 16:00 - 17:50

12. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 30. október 2006 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundsson

Magnús Guðmundsson

Hrafnkell Á Proppé

Bergþór Helgason

Gunnar Freyr Hafsteinsson

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


 

1.

Meistararéttindi, vélvirki

 

Mál nr. BN060017

 

101266-4949 Erlendur Markússon, Grænihjalli 3, 200 Kópavogur

Umsókn Erlends um heimild til þess að hafa umsjón með og bera ábyrgða á byggingarframkvæmdum innan lögsagnarumdæmis Akraness sem vélvirkjameistari.

Meðfylgjandi:  Sveinsbréf dags.  3.11.1988 og meistarabréf, útgefið 1.12.1997

Meðfylgjandi er tölvupóstur Gísla Norðdahl, byggingarfulltrúa Kópavogs.

Gjöld kr.: 5.792,-

Samþykkt af staðgengli byggingarfulltrúa 23. október 2006.

 

2.

Hlynskógar 2, nýtt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu

 

Mál nr. SB060053

 

191058-3649 Jón Jóhannsson, Háholt 30, 300 Akranesi

Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar kt. 090157-2489 tæknifræðings fh. Jóns,  um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum.

Stærðir húss 192,1 m2 - 667,1 m3

bílgeymsla      36,2 m2 - 153,6 m3

Gjöld kr.:  3.162.599

Samþykkt af staðgengli byggingarfulltrúa þann 25. október 2006

 

3.

Eikarskógar 8, Einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu

 

Mál nr. SB060086

 

040883-4799 Heiðar Þórisson, Eyrarflöt 6, 300 Akranesi

Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar kt: 090157-2489 tæknifræðings, f.h Heiðars um heimild til að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.

Stærð íbúðar                     159,6m2       532,5m3

Stæð bílgeymslu               40,4m2       138,0m3

Gjöld kr.:    2.764.063

Samþykkt af staðgengli byggingafulltrúa þann 25. Okt. 2006

 

4.

Dalbraut - Þjóðbraut, deiliskipulag - endurskoðun

 

Mál nr. SU050069

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Hagsmunaaðilar á svæðinu boðaðir á fundinn.

Fulltrúar allra eigenda eigna á skipulagssvæðinu mættu á fundinn, þar sem Páll Björgvinsson arkitekt fór yfir deiliskipulagið og svaraði fyrirspurnum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna með smávægilegum breytingum.

 

5.

Dalbraut - Esjuvellir,  gangstígur

 

Mál nr. SB060083

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Beiðni bæjarráðs um umsögn vegna óska íbúa við Dalbraut 21 og Esjuvalla 24 um að mega taka göngustíg milli húsanna til eigin afnota.

Á síðasta fundi var gerð eftirfarandi bókun:

Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á umbeðna tillögu þar sem stígurinn er hluti af stígakerfi bæjarins. Nefndin telur ekki marktækt að stígurinn sé ?ekkert notaður? þar sem lítil starfsemi hefur verið á Miðbæjarsvæðinu fram til þessa en breyting er að verða þar á.

 

Gunnar Freyr Hafsteinsson óskar eftir rökstuðningi við bókun nefndarinnar á síðasta fundi.

 

Bókun:

Að mati nefndarinnar hefur göngustígurinn lítið verið notaður vegna þess að lítil starfsemi hefur verið á Miðbæjarreit fram til þessa. Framundan er aukin starfsemi á svæðinu og því telur nefndin ekki rök fyrir því að loka stígnum.

Nefndin tekur þó undir þau sjónarmið íbúa að bæta þurfi viðhald stígsins.

 

                                            

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:50

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00