Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

11. fundur 26. október 2006 kl. 11:00 - 19:15

11. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, miðvikudaginn 25. október 2006 kl. 16:00.

 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundsson formaður

Helga Jónsdóttir

Magnús Guðmundsson

Hrafnkell Á Proppé

Bergþór Helgason

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


 

1.

Skógarhverfi, deiliskipulag - 2. áfangi

 

Mál nr. SU060019

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Gylfi Guðjónsson arkitekt og Hrund Skarphéðinsdóttir verkfræðingur komu á fundinn og kynntu fyrirliggjandi tillögu ásamt byggingarskilmálum. Stefnt er að afgreiðslu tillögunnar á fundi 13. nóvember.

 

2.

Ökugerði, staðsetning

 

Mál nr. SB060065

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt kynnti hugmyndir sínar að staðsetningu og útliti ökugerðis. Ákveðið var að senda tillöguna áfram til umfjöllunar hjá starfshópi um ökugerði á Akranesi.

 

3.

Flóahverfi - Nýtt athafnasvæði, deiliskipulag

 

Mál nr. SU060023

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir framvindu verkefnisins. Stefnt er að afgreiðslu deiliskipulagstillögunar á fundi 13. nóvember n.k.

 

4.

Dalbraut - Þjóðbraut, deiliskipulag - endurskoðun

 

Mál nr. SU050069

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Endurskoðuð tillaga frá hönnuði lögð fram.

Ákveðið var að boða lóðarhafa á svæðinu til næsta fundar skipulags- og byggingarnefndar mánudaginn 30. október kl. 16.00.

 

5.

Kirkjubraut 4-6, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB060082

 

490102-6390 Verslunin Nína ehf, Kirkjubraut 4-6, 300 Akranesi

Umsókn Runólfs Sigurðssonar f.h. Verslunarinnar Nínu ehf. um að sameina lóðirnar Kirkjubraut 4-6 og stóran hluta lóðarinnar við Suðurgötu 69.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi og   fellst á að grenndarkynna breytinguna fyrir lóðarhöfum við Suðurgötu 67,69,71 og Kirkjubraut 2 og 6a.

 

6.

Dalbraut - Esjuvellir,  gangstígur

 

Mál nr. SB060083

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Beiðni bæjarráðs um umsögn vegna óska íbúa við Dalbraut 21 og Esjuvalla 24 um að mega taka göngustíg milli húsanna til eigin afnota.

Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á umbeðna tillögu þar sem stígurinn er hluti af stígakerfi bæjarins. Nefndin telur ekki marktækt að stígurinn sé ?ekkert notaður? þar sem lítil starfsemi hefur verið á Miðbæjarsvæðinu fram til þessa en breyting er að verða þar á.

 

7.

Umferðamál, Skógarhverfi og Smiðjuvellir

 

Mál nr. SB060070

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Skipulags- og byggingarnefnd  leggur til við bæjarstjórn að meðfylgjandi  tillögur  um ný umferðarmerki verði samþykkt.

 

8.

Kalmansbraut, lenging

 

Mál nr. SB060084

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Lenging Kalmansbrautar að nýju fyrirhuguðu hringtorgi norðaustan við Smiðjuvelli.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna.

 

9.

Smiðjuvellir 32, innkeyrsla

 

Mál nr. SB060085

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 16. okt. þar sem óskað er eftir umfjöllun skipulags- og byggingarnefndar á því að setja út- og innakstur af lóðinni nr. 32 út á Þjóðbraut.

Fyrir liggur afstaða Vegagerðarinnar til málsins þar sem þeir geta fallist á að útbúin verði tenging sem leyfir hægri beygju inn á lóðina frá nýjum Akranesvegi (Þjóðbraut) en aðrir beygjustraumar verði ekki mögulegir.

Skipulags- og byggingarnefnd getur fallist á tillögu Vegagerðarinnar sem lausn á málinu en nefndin bendir á að gera þarf breytingu á gildandi deiliskipulagi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00