Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

6. fundur 04. september 2006 kl. 16:00 - 18:15

6. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 4. september 2006 kl. 16:00.

 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundsson formaður,

Helga Jónsdóttir

Magnús Guðmundsson

Hrafnkell Á Proppé

Bergþór Helgason

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 

1.

Deildartún 4, breytt eignarhald

(000.751.14)

Mál nr. SB060045

 

260467-4339 Stefán S Steinólfsson, Deildartún 4, 300 Akranesi

030562-2919 Þórey Helgadóttir, Deildartún 4, 300 Akranesi

Umsókn Stefáns og Þóreyjar um heimild til þess að breyta eignahaldi í sameign kjallara, eins og fram kemur í nýjum eignaskiptasamningi.

Gjöld kr.:  5.777,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 16. ágúst 2006

 

2.

Suðurgata 16, klæðning húss að utan

(000.932.08)

Mál nr. SB060046

 

240165-3179 Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Suðurgötu 16, 300 Akranesi

Umsókn Skúla um heimild til þess að klæða húsið að utan með aluzinkhúðuðu bárustáli.

Gjöld kr.: 5.777,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 31. ágúst 2006

 

3.

Skagabraut 17, viðbygging án heimildar

(000.841.12)

Mál nr. SB060047

 

260355-3769 Þröstur Unnar Guðlaugsson, Vesturgata 145, 300 Akranesi

Erindi Þrastar varðandi viðbyggingu er reist var í leyfisleysi.

Skipulags- og bygginganefnd krefst þess að aðaluppdráttum af viðbyggingunni verði þegar skilað inn til byggingarfulltrúa. Einnig átelur nefndin að framkvæmdir skyldu hafnar án tilskilinna leyfa.

 

4.

Eyrarflöt 6, aðgerð til að knýja fram úrbætur

(001.845.12)

Mál nr. SB060051

 

410405-1210 Akurhús ehf., Smiðshöfða 10, 110 Reykjavík

Bréf byggingarfulltrúa dags. 4. september 2006, varðandi aðgerðir til þess að knýja fram úrbætur.

Með vísan til greina 56.2 og 210.2 í byggingarreglugerð, nr. 441/1998, og  2. mgr. 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997, leggur byggingarfulltrúi til að samþykkt verði að leggja fyrir byggingarleyfishafa og byggingarstjóra umræddra lóða að hlutast þegar til um að lóðirnar verði girtar til að tryggja öryggi þeirra og til að bæjaryfirvöld geti fjarlægt og skilað þeim girðingum sem bæjaryfirvöld hafa látið setja upp. Lóðarhafa og byggingarstjóra verði gefinn kostur á að yfirtaka leigusamninga um girðinguna sem bæjaryfirvöld hafa látið setja upp enda fallist leigusali á slíka yfirtöku. Skal byggingarleyfishafa og byggingarstjóra veittur tveggja vikna frestur frá móttöku bréfs þar um til að verða við áskorun byggingarnefndar. Eftir þann tíma verði málið tekið fyrir á ný í nefndinni og tekin ákvörðun um hvort innheimta beri kostnað bæjaryfirvalda við uppsetningu, viðhald, og leigu á girðingunni hjá byggingarleyfishafa og byggingarstjóra. Jafnframt skal lóðarhafa gefinn kostur á að andmæla tilmælum byggingarnefndar og væntanlegri innheimtu kostnaðar við uppsetningu girðingarinnar til sama tíma.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu byggingarfulltrúa og felur honum að fylgja málinu eftir.

 

 

5.

Bakkaflöt 1-11, aðgerðir til þess að knýja fram úrbætur

 

Mál nr. SB060052

 

410405-1210 Akurhús ehf., Smiðshöfða 10, 110 Reykjavík

Bréf byggingarfulltrúa dags. 4. september 2006, varðandi aðgerðir til þess að knýja fram úrbætur.

Með vísan til greina 56.2 og 210.2 í byggingarreglugerð, nr. 441/1998, og  2. mgr. 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997, leggur byggingarfulltrúi til að samþykkt verði að leggja fyrir byggingarleyfishafa og byggingarstjóra umræddra lóða að hlutast þegar til um að lóðirnar verði girtar til að tryggja öryggi þeirra og til að bæjaryfirvöld geti fjarlægt og skilað þeim girðingum sem bæjaryfirvöld hafa látið setja upp. Lóðarhafa og byggingarstjóra verði gefinn kostur á að yfirtaka leigusamninga um girðinguna sem bæjaryfirvöld hafa látið setja upp enda fallist leigusali á slíka yfirtöku. Skal byggingarleyfishafa og byggingarstjóra veittur tveggja vikna frestur frá móttöku bréfs þar um til að verða við áskorun byggingarnefndar. Eftir þann tíma verði málið tekið fyrir á ný í nefndinni og tekin ákvörðun um hvort innheimta beri kostnað bæjaryfirvalda við uppsetningu, viðhald, og leigu á girðingunni hjá byggingarleyfishafa og byggingarstjóra. Jafnframt skal lóðarhafa gefinn kostur á að andmæla tilmælum byggingarnefndar og væntanlegri innheimtu kostnaðar við uppsetningu girðingarinnar til sama tíma.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu byggingarfulltrúa og felur honum að fylgja málinu eftir.

 

6.

Skógarhverfi, deiliskipulag - 2. áfangi

 

Mál nr. SU060019

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Gylfi Guðjónsson arkitekt og Hrund Skarphéðinsdóttir verkfræðingur mættu á fundinn með drög að nýju skipulagi 2. áfanga Skógarhverfis.

 

7.

Sólmundarhöfði 7, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB060016

 

420502-5830 Vigur ehf., Lækjartorg 5, 101 Reykjavík

Endurskoðuð tillaga frá Pálma Guðmundssyni arkitekt  f.h. Vigurs ehf.

 

Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar felst á tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

Bókun minnihluta skipulags- og byggingarnefndar vegna beiðni lóðarhafa um stækkun á fyrirhuguðu fjölbýlishúsi við Sólmundahöfða úr 12 íbúðum í 31 íbúð í 8 hæða húsi:

 

"Lóðarhafi fékk leyfi til að byggja á lóðinni Sólmundarhöfði 7 að undangenginni hugmyndasamkeppni þar sem 7 byggingaverktakar lögðu fram tillögur sínar. Ramminn utan um samkeppnina var skýr bæði hvað varðaði hæð nýbyggingar og fjölda íbúða.  Óskað var eftir að hámarki fjögurra hæða byggingu með 12 íbúðum í samræmi við nýtt deiliskipulag og aðrar byggingar á svæðinu.

 

Lóðarhafi hafði áður óskað eftir að fá að fjölga íbúðum úr 12 í 16, en fékk samhljóða neitum á fundi skipulagsnefndar þann 21. desember 2005.

 

Undirritaðir telja að mikilvægt sé að nýbyggingin sé í samræmi við aðrar bygginar á Sólmundarhöfðasvæðinu og falli vel inní heildarmynd svæðisins. Því má ekki heimila að byggja hærra hús við Sólmundarhöfða en 4 hæðir. Við leggjum því til að hafna beri ósk lóðarhafa um 8 hæða byggingu.

 

Verði beiðni lóðarhafa samþykkt er um leið verið að breyta leikreglum sem allir umsækendur byggðu sínar tillögur á. Mikilvægt er að gæta jafnræðis gagnvart öllum þeim sem lögðu fram tillögur á sínum tíma. Það er ekki gert með öðrum hætti en að endurtaka samkeppnina þar sem nýjar og breyttar leikreglur liggi fyrir. Áður en til slíks gæti komið þarf hinsvegar að breyta deiliskipulagi svæðisins og gefa öllum, sem hagsmuna hafa að gæta, möguleika á að koma að sjónarmiðum sínum. "

 

(Sign.) Hrafnkell Á. Proppé,  Magnús Guðmundsson

 

8.

Umferðamál, endurskoðun á hámarkshraða

 

Mál nr. SB060027

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Sviðsstjóri leggur fram tillögu um endurskoðun hámarkshraða.

Fyrir fundinum lágu ábendingar Jóns S. Ólasonar yfirlögregluþjóns en hann hafði fengið tillöguna til umsagnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í tillöguna og leggur til að sviðsstjóri kynni tillöguna fyrir bæjarráði áður en endanleg afgreiðsla fer fram.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00