Fara í efni  

Öldungaráð

8. fundur 03. júní 2020 kl. 14:00 - 15:15 í Frístundamiðstöðinni Garðavelli
Nefndarmenn
  • Liv Aase Skarstad formaður
  • Kristján Sveinsson aðalmaður
  • Elínbjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Elí Halldórsson aðalmaður
  • Jóna Á. Adolfsdóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
  • Viðar Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Laufey Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar og mannréttindasviðs sat fundinn sem embættismaður.

1.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1102045

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 9. mars 2020, var óskað eftir umsögn um umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar frá skóla- og frístundaráði, velferðaráði, bæjarráði, ungmennaráði, öldungaráði og starfshóps um heilsueflandi samfélag. Hér með er óskað eftir umsögn frá Öldungaráði.


Öldungaráð fagnar því að Akraneskaupstaður hafi mótað stefnu í umhverfismálum. Akraneskaupstaður hefur staðið sig vel í að efla möguleika og aðgengi fyrir útivist. Ráðið hvetur til þess að áfram sé haldið á þessari braut.

2.Viðbragðsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs við heimsútbreiðslu inflúensu

2003068

Kynnt verður sú viðbragðsáætlun sem Velferðar- og mannréttindasvið skipulagði vegna Covid-19.
Öldungaráð vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna velferðar- og mannréttindasviðs, heimahjúkrunar, Höfða og annarra sem komu að þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins á undangengnum vikum vegna COVID-19.

Fundi slitið - kl. 15:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00