Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

131. fundur 13. mars 2024 kl. 18:00 - 20:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri menningarmála
Dagskrá

1.Ályktun um aðstöðu til sýninga á Akranesi

2403109

Listfélag Akraness vill koma á framfæri ályktun sem borin var upp á aðalfundi félagsins þann 28. febrúar 2024.



Listfélag Akranes telur brýna þörf á aðstöðu til sýninga á Akranesi og óskar eftir samráði og aðkomu Akraness varðandi húsrými með sýningarsal og aðstöðu til annarra uppákoma varðandi listir.
Menningar- og safnanefnd þakkar Listfélagi Akraness fyrir innsent erindi. Nefndin tekur undir að ákjósanlegt væri að búa yfir fjölnota sýningarrými í bæjarfélaginu en vekur um leið athygli á því að slíkum sal fylgir töluverður rekstrarkostnaður og umgjörð.

Hér eftir sem áður styður Akraneskaupstaður við menningarstarf bæjarfélagsins með því að leita lausna við að útvega sýningarrými, tónleikastaði og annann vettvang fyrir ýmiskonar viðburðarhald án endurgjalds. Jafnframt veitir kaupstaðurinn stuðning við markaðssetningu og ýmislegt fleira.

Málinu vísað til bæjarráðs að ósk Listfélags Akraness.


2.Vetrardagar á Akranesi 2024

2402160

Verkefnastjóri menningarmála fer yfir endanlega dagskrá Vetrardaga sem hefjast 14.mars.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra menningarmála fyrir kynningu á metnaðarfullri og viðburðaríkri dagskrá. Nefndin hvetur bæjarbúa til þess að kynna sér fjölbreytta dagskrá og taka virkan þátt í menningarlífi bæjarins.

Nefndin þakkar öllu því frábæra fólki sem leggur lóð sín á vogaskálarnar svo hér blómstri menning og mannlíf.

Dagskrána má sjá í heild sinni á www.skagalif.is og einnig á samfélagsmiðlum kaupstaðarins.

3.Starfshópur um bæjarhátíð Írskra daga

2310108

Verkefnastjóri menningarmála veitir menningar- og safnanenfd innsýn inn í vinnu starfshóps um bæjarhátíð Írskra daga.
Menningar- og safnanefnd þakkar fyrir kynninguna og hlakkar til að fylgjast með framvindu mála.

4.Reglur vegna umsókna um menningarstyrki teknar til endurskoðunar

2403110

Menningar- og safnanefnd tekur til endurskoðunar reglur um umsóknir til menningarstyrkja.
Menningar- og safnanefnd felur verkefnastjóra að uppfæra reglur vegna styrkumsókna á sviði menningarmála í samræmi við umræður á fundinum. Verkefnastjóri leggur drög að breyttum reglum fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

5.17 júní þjóðhátíðardagur 2024

2403111

Menningar- og safnanefnd hefur undirbúning vegna 17. júní 2024.
Menningar- og safnanefnd hefur hafið undirbúning hátíðarhalda á Þjóðhátíðardaginn, 17.júní 2024.

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00