Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

99. fundur 05. október 2021 kl. 18:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
Starfsmenn
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Styrkir til menningar- og íþróttamála 2021

2011109

Aukaúthlutun menningarstyrkja var auglýst nýverið með umsóknarfresti til 3. október sl.
ÓPG víkur af fundi undir þessum lið.

Menningar- og safnanefnd samþykkir að úthluta samtals kr. 940.000 til eftirfarandi menningartengdra verkefna:

Smiðjuloftið samtals kr. 90.000
Karlakórinn Svanir samtals kr. 150.000
Helga Guðný Jónsdóttir samtals kr. 50.000
Bókasafn Akraness samtals kr. 100.000
Listviðburður, ruslatunnur samtals kr. 150.000
Heimaskagi, barnatónleikar samtals kr. 200.000
Skaginn syngur inn jólin, barnaatriði samtals kr. 200.000.

2.Menningarverðlaun Akraness 2021

2109161

Tillaga menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun 2021.
Skrifstofustjóra falið að koma tillögu nefndarinnar á framfæri til bæjarráðs.

3.80 ára afmælisnefnd Akraneskaupstaðar

2102138

Áframhaldandi umræða um fyrstu skref í undirbúningi að 80 ára kaupstaða afmæli Akraneskaupstaðar þann 1. janúar 2022.
Skrifstofustjóra falið að koma erindi til bæjarráðs um tillögu menningar- og safnanefndar um hvernig skal standa að 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar árið 2022.
Nefndarmenn samþykkja fundargerðina með rafrænum hætti í lok fundarins.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00