Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

94. fundur 22. mars 2021 kl. 17:00 - 21:30 Breið þróunarfélag Bárugötu 8-10
Nefndarmenn
 • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
Starfsmenn
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Breið þróunarfélag

2007014

Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri Breið þróunarfélags kynnir starfsemi og húsnæði félagsins.
Menningar- og safnanefnd fékk skoðunarferð um húsnæðið að Bárugötu 8-10 og upplýsingar um þá starfsemi sem fyrirhuguð er í húsnæðinu. Nefndin þakkar Valdísi fyrir móttökurnar og fyrir greinagóða kynningu á starfsemi þróunarfélagsins.

2.Menningarstefna Akraness - aðgerðaráætlun 2021-2023

2103115

Endurskoðun aðgerðaráætlunar á menningarstefnu Akraness 2021-2023.

Ylfa Örk Davíðsdóttir og Helgi Rafn Bergþórsson fulltrúar ungmennaráðs Akraness og Ívar Orri Kristjánsson deildarstjóri í Þorpinu taka sæti á fundinum undir þessum lið kl. 18:10.
Menningar- og safnanefnd þakkar fulltrúum ungmennaráðs Akraness fyrir skemmtilegar umræður á fundinum og hlakkar til áframhaldandi samstarfs. Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum frá ungmennaráði um umfang og þarfir ungmenna á Akranesi þannig að hægt sé að styðja betur við skapandi greinar í hentugu framtíðar umhverfi sem samræmist menningarstefnu Akraneskaupstaðar. Þá felur nefndin skrifstofustjóra og verkefnastjóra viðburða að sækja fund ungmennaráðs og ræða hugmyndir um þeirra aðkomu að undirbúningi og framkvæmd m.a. Írskra daga 2021.

Nefndin vann að endurskoðun á aðgerðaráætlun menningarstefnu Akraness. Þeirri vinnu verður haldið áfram á næstu fundum.

3.80 ára afmælisnefnd Akraneskaupstaðar

2102138

Þann 1. janúar árið 1942 fékk Akranekaupstaður kaupstaðarréttindi og þann 26. janúar sama ár var fyrsti fundur bæjarstjórnar Akraness.

Akraneskaupstaður fagnar því 80 ára afmæli þann 1. janúar árið 2022. Á fundi sínum þann 18. febrúar, óskaði bæjarráð eftir að menningar- og safnanefnd myndi gera ráð fyrir viðburðnum í áætlunum sínum vegna árisns 2022
Menningar- og safnanefnd lýsir yfir vilja til að standa að undirbúningi viðburðar vegna 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar. Nefndin leggur áherslu á að auka fjárveiting fylgi viðburðinum og að til staðar sé virkt samráð við bæjarfulltrúa um undirbúning og skipulag. Nefndin stefnir að skila inn tillögum á haustdögum.

4.Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Akraness 2020

2103117

Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Akraness fyrir árið 2020.
Menningar- og safnanefnd þakkar Héraðsskjalaverði fyrir vel unna skýrslu.

Nefndin hyggst funda í apríl í húsakynnum Bókasafns og Héraðsskjalasafns. Verður starfsemi safnanna enn fremur kynnt fyrir nefndarmönnum á þeim vettvangi.

5.Ársskýrsla Bókasafns Akraness 2020

2103116

Ársskýrsla Bókasafns Akraness fyrir árið 2020.
Menningar- og safnanefnd þakkar bæjarbókaverði fyrir vel unna skýrslu.

Nefndin hyggst funda í apríl í húsakynnum Bókasafns og Héraðsskjalasafns. Verður starfsemi safnanna enn fremur kynnt fyrir nefndarmönnum á þeim vettvangi.

6.Áhugasamir skemmtikraftar, listamenn, sérfræðingar og umboðsmenn 2021

2102139

Styrkbeiðni vegna Sirkussýningar í sumar.
Menningar- og safnanefnd felur skrifstofustjóra að óska eftir frekari upplýsingum í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00