Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

81. fundur 17. febrúar 2020 kl. 18:00 - 21:10 í Holti, fundarherbergi á 3. hæð í Stjórnsýsluhúsi
Nefndarmenn
 • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
 • Aldís Ylfa Heimisdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnanefndar
Dagskrá

1.Staða verkefna á Byggðasafninu í Görðum 2019 og 2020

1908220

Forstöðumaður kynnir stöðu verkefna á safninu
Forstöðumaður kynnti stöðu verkefna á safninu. Stefnt er að opnun nýrrar grunnsýningar 14. maí 2020. Jónella Sigurjónsdóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar, yfirgaf fundinn.

2.Héraðsskjalasafn Akraness - úrbótaáætlun

1912047

Héraðsskjalavörður kynnir tillögu að tímasettri úrbótaáætlun við ábendingum í skýrslu frá Þjóðskjalasafni Íslands.
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir héraðsskjalavörður tók sæti á fundinum og kynnti tímasetta úrbótaáætlun. Nefndin þakkar Gerði fyrir yfirferðina.
Menningar- og safnanefnd vísar úrbótaáætluninni til umfjöllunar bæjarráðs og bendir sérstaklega á mikilvægi þess að staðsetning Héraðsskjalasafns innan stjórnskipunar Akraneskaupstaðar endurspegli hlutverk þess skv. lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir yfirgefur fundinn.

3.Bókasafn framtíðarinnar

1901099

Forstöðumaður og bæjarbókavörður kynna stöðu verkefnis.
Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður tók sæti á fundinum. Fyrstu tillögur að nýjum starfaskilgreiningum fyrir safnið voru kynntar. Forstöðumanni og bæjarbókaverði falið að vinna áfram að verkefninu og móta tillögur varðandi framhaldið út frá umræðum á fundinum. Halldóra Jónsdóttir yfirgefur fundinn.

4.Styrkir til íþrótta- og menningarverkefna

1911175

Forstöðumaður leggur fram til umræðu þær 22 styrkumsóknir sem bárust til Akraneskupstaðar í menningartengd verkefni. Jafnframt leggur forstöðumaður fram lista yfir veitta styrki Uppbyggingarsjóðs 2020 til menningarverkefna.
Forstöðumanni falið að koma tillögum nefndarinnar um styrkveitingar til afgreiðslu bæjarráðs. Til þess að geta stutt við verkefni síðar á árinu mun nefndin úthluta óráðstafaðri styrkfjárhæð síðar.

5.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2020

2001074

Forstöðumaður leggur fram tillögu að tilhögun og ráðstöfun fjármuna til hátíðahalda ársins.
Fríða Kristín Magnúsdóttir tók sæti á fundinum. Ræddir voru möguleikar varðandi viðburðahald ársins m.v. þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru. Nefndin lýsir vonbrigðum með afgreiðslu bæjarráðs við fyrri bókun nefndarinnar og þykir miður að þurfa að skera niður gæði viðburðahalds. Forstöðumanni falið að vinna að skipulagi viðburða í samræmi við umræður á fundinum. Fríða Kristín Magnúsdóttir yfirgefur fundinn.

Fundi slitið - kl. 21:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00